Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Frá vettvangi árásarinnar í Stokkhólmi á dögunum. vísir/afp Íslenska lögreglan er ekki nægilega vel í stakk búin til þess að takast á við árás af því tagi sem gerð var í miðborg Stokkhólms fyrir liðna helgi. Fjórir fórust í árásinni og fimmtán særðust, þar af níu alvarlega.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.vísir/gva„Við höfum í gegnum árin, Ríkislögreglustjóraembættið, bent á það, eins og fjölmiðlar vita og eins og alþjóð veit, að við þurfum að auka getu íslensku lögreglunnar til þess að vera vel í stakk búin til að takast á við atburði sem þessa,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Við erum það ekki nægjanlega, satt best að segja, eins og staðan er í dag. En við gerum allt sem við getum til þess að þjálfa lögregluliðið í landinu og til þess að vera með þann viðbúnað sem við þó höfum og getum haft,“ segir Haraldur. Hann bendir á að lögreglan hafi staðið frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði á fjárveitingu alveg frá hruni, eins og aðrar ríkisstofnanir. „Við höfum bent á að það þurfi að bæta í það til að við komumst á svipaðan stað og við vorum á fyrir hrun hvað varðar fjárveitingar og mannafla. Við höfum misst töluverðan fjölda lögreglumanna úr lögreglunni,“ segir Haraldur. Hann telur að lögreglumönnum hafi fækkað um 100 á liðnum árum. „Við töldum á sínum tíma, þegar við vorum að meta mannaflaþörf, að lögreglan þyrfti að vera með um 900 lögreglumenn en við erum einhvers staðar undir 700 lögreglumönnum. Þetta skiptir verulegu máli,“ segir Haraldur. Hann segir að það þurfi líka að bæta þjálfun lögreglumanna til að takast á við flókin verkefni, upplýsingasöfnun, netárásir og skipulagða glæpastarfsemi. „Þetta þarf að efla. Það er ýmislegt sem þarf að laga og við getum lagað og eflt lögregluna,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Íslenska lögreglan er ekki nægilega vel í stakk búin til þess að takast á við árás af því tagi sem gerð var í miðborg Stokkhólms fyrir liðna helgi. Fjórir fórust í árásinni og fimmtán særðust, þar af níu alvarlega.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.vísir/gva„Við höfum í gegnum árin, Ríkislögreglustjóraembættið, bent á það, eins og fjölmiðlar vita og eins og alþjóð veit, að við þurfum að auka getu íslensku lögreglunnar til þess að vera vel í stakk búin til að takast á við atburði sem þessa,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Við erum það ekki nægjanlega, satt best að segja, eins og staðan er í dag. En við gerum allt sem við getum til þess að þjálfa lögregluliðið í landinu og til þess að vera með þann viðbúnað sem við þó höfum og getum haft,“ segir Haraldur. Hann bendir á að lögreglan hafi staðið frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði á fjárveitingu alveg frá hruni, eins og aðrar ríkisstofnanir. „Við höfum bent á að það þurfi að bæta í það til að við komumst á svipaðan stað og við vorum á fyrir hrun hvað varðar fjárveitingar og mannafla. Við höfum misst töluverðan fjölda lögreglumanna úr lögreglunni,“ segir Haraldur. Hann telur að lögreglumönnum hafi fækkað um 100 á liðnum árum. „Við töldum á sínum tíma, þegar við vorum að meta mannaflaþörf, að lögreglan þyrfti að vera með um 900 lögreglumenn en við erum einhvers staðar undir 700 lögreglumönnum. Þetta skiptir verulegu máli,“ segir Haraldur. Hann segir að það þurfi líka að bæta þjálfun lögreglumanna til að takast á við flókin verkefni, upplýsingasöfnun, netárásir og skipulagða glæpastarfsemi. „Þetta þarf að efla. Það er ýmislegt sem þarf að laga og við getum lagað og eflt lögregluna,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58
Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00