Þurftu að berjast fyrir læknisþjónustu en dóttir þeirra reyndist með heilahimnubólgu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2017 19:30 Fyrir nokkru tóku þau Alexander Bjarki Rúnarsson og Sunneva Sigurðardóttir eftir því að átta mánaða gömul dóttir þeirra, Ingunn Arey, lét ekki eins og hún var vön. Hún var mjög slöpp, með bólgið auga og leið ekki vel. Þau fóru með hana til heimilislæknis síns í Keflavík sem sagði að hún væri með augnsýkingu og lét þau hafa augndropa án þess þó að líta neitt nánar á stúlkuna. Þá nóttina versnaði Ingunni mikið og var með yfir 40 stiga hita. Sunneva hringdi í þrígang á spítalann og fékk alltaf þær upplýsingar að það væri ekkert annað í stöðunni en að gefa henni bara stíl. „Um morguninn sé ég henni bara hraka strax. Þá sé ég útbrot og hringi aftur og þá bara já gefa henni stíl. Til þess að ég myndi róa mig sagði ég má ég ekki bara koma með hana. Þá fer ég með hana um morguninn og þá bara já þetta er veirusýking,“ segir Sunneva. Þau segja að þeim hafi liðið hálfpartinn eins og þau væru fyrir lækninum og að þau hafi upplifað sig sem taugaveiklaða og ímyndunarveika foreldra. Eftir að heim var komið versnaði Ingunni.Ingunn litla reyndist vera með heilahimnubólgu.„Við vorum bara ekki að treysta okkur til að vera hérna heima því barnið var bara ekki með meðvitund,“ segir Sunneva. Eftir mikla baráttu fengu þau loks tíma hjá Domus Medica í Reykjavík. Þar voru viðbrögðin svipuð: þetta væri líklegast bara veirusýking og þau ættu að gefa henni stíla. Þau segjast ekki hafa tekið það í mál að fara aftur til Keflavíkur með barnið og að á endanum hafi þau fengið það í gegn að fá að fara með stúlkuna á barnaspítalann. Á barnaspítalnum kom í ljós að barnið var með heilahimnubólgu og var hún sett á gjörgæslu. Næstu tíu daga var fjölskyldan á spítalanum. „Ég upplifði þetta soldið svona að af því við værum ungir foreldrar vissum við bara ekki betur en þetta,“ segir Sunneva. Þau segjast ekki geta hugsað þá hugsun til hvernig hefði farið hefðu þau hlustað á læknana. „Þeir sögðu okkur að það væri hægt að missa heyrina, sjónina og svo deyja,“ segir Alexander. „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug,“ segir Sunneva. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Fyrir nokkru tóku þau Alexander Bjarki Rúnarsson og Sunneva Sigurðardóttir eftir því að átta mánaða gömul dóttir þeirra, Ingunn Arey, lét ekki eins og hún var vön. Hún var mjög slöpp, með bólgið auga og leið ekki vel. Þau fóru með hana til heimilislæknis síns í Keflavík sem sagði að hún væri með augnsýkingu og lét þau hafa augndropa án þess þó að líta neitt nánar á stúlkuna. Þá nóttina versnaði Ingunni mikið og var með yfir 40 stiga hita. Sunneva hringdi í þrígang á spítalann og fékk alltaf þær upplýsingar að það væri ekkert annað í stöðunni en að gefa henni bara stíl. „Um morguninn sé ég henni bara hraka strax. Þá sé ég útbrot og hringi aftur og þá bara já gefa henni stíl. Til þess að ég myndi róa mig sagði ég má ég ekki bara koma með hana. Þá fer ég með hana um morguninn og þá bara já þetta er veirusýking,“ segir Sunneva. Þau segja að þeim hafi liðið hálfpartinn eins og þau væru fyrir lækninum og að þau hafi upplifað sig sem taugaveiklaða og ímyndunarveika foreldra. Eftir að heim var komið versnaði Ingunni.Ingunn litla reyndist vera með heilahimnubólgu.„Við vorum bara ekki að treysta okkur til að vera hérna heima því barnið var bara ekki með meðvitund,“ segir Sunneva. Eftir mikla baráttu fengu þau loks tíma hjá Domus Medica í Reykjavík. Þar voru viðbrögðin svipuð: þetta væri líklegast bara veirusýking og þau ættu að gefa henni stíla. Þau segjast ekki hafa tekið það í mál að fara aftur til Keflavíkur með barnið og að á endanum hafi þau fengið það í gegn að fá að fara með stúlkuna á barnaspítalann. Á barnaspítalnum kom í ljós að barnið var með heilahimnubólgu og var hún sett á gjörgæslu. Næstu tíu daga var fjölskyldan á spítalanum. „Ég upplifði þetta soldið svona að af því við værum ungir foreldrar vissum við bara ekki betur en þetta,“ segir Sunneva. Þau segjast ekki geta hugsað þá hugsun til hvernig hefði farið hefðu þau hlustað á læknana. „Þeir sögðu okkur að það væri hægt að missa heyrina, sjónina og svo deyja,“ segir Alexander. „Foreldrar vita bara best, sama hvort þau séu tvítug eða fimmtug,“ segir Sunneva.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira