Innlent

Fann þúsundir evra á McDonalds og bjargaði fríinu hjá íslenskri fjölskyldu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölskyldan var afar ánægð.
Fjölskyldan var afar ánægð. Vísir/Getty

Þjóðverji kom íslenskum ferðamönnum í Freiburg í Þýskalandi til bjargar er hann fann þúsundir evra í umslagi á veitingastað McDonalds þar í bæ.

Frá þessu er greint í Badische Zeitung. Þar er maðurinn sagður hafa orðið var við umslag á afgreiðsluborði McDonalds er hann var að panta sér mat.

Í umslaginu voru þúsundir evra en enginn á veitingastaðnum, hvorki starfsfólk né gestir, kannaðist við umslagið.

Maðurinn hélt því á lögreglustöð og var ákveðið að senda lögreglumenn á veitingastaðinn til þess að kanna málið nánar. Þar hittu þeir fyrir örvæntingafulla íslenska fjölskyldu í leit að umslaginu.

Í frétt Badische Zeitung segir að fjölskyldan hafi verið gríðarlega ánægð með að umslagið skyldi skila sér og fékk sá fundvísi nokkur hundruð evrur í fundarlaun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.