Innlent

Fann þúsundir evra á McDonalds og bjargaði fríinu hjá íslenskri fjölskyldu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölskyldan var afar ánægð.
Fjölskyldan var afar ánægð. Vísir/Getty
Þjóðverji kom íslenskum ferðamönnum í Freiburg í Þýskalandi til bjargar er hann fann þúsundir evra í umslagi á veitingastað McDonalds þar í bæ.

Frá þessu er greint í Badische Zeitung. Þar er maðurinn sagður hafa orðið var við umslag á afgreiðsluborði McDonalds er hann var að panta sér mat.

Í umslaginu voru þúsundir evra en enginn á veitingastaðnum, hvorki starfsfólk né gestir, kannaðist við umslagið.

Maðurinn hélt því á lögreglustöð og var ákveðið að senda lögreglumenn á veitingastaðinn til þess að kanna málið nánar. Þar hittu þeir fyrir örvæntingafulla íslenska fjölskyldu í leit að umslaginu.

Í frétt Badische Zeitung segir að fjölskyldan hafi verið gríðarlega ánægð með að umslagið skyldi skila sér og fékk sá fundvísi nokkur hundruð evrur í fundarlaun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.