Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 13:45 "Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið." vísir/daníel Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Í gær reyndi karlmaður að lokka 9 ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði. Faðir drengs segir ástandið slæmt og að fleiri tilvik hafi komið upp að undanförnu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. Drengurinn, sem er 9 ára gamall, var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Málið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum sem gat lýst manninum vel. Hann sé í kring um fimmtugt, þrekvaxinn og með skegg. Faðir drengsins segir atvikið ekki vera það fyrsta sem hafi komið upp í hverfinu. „Því miður. Það eru ekki nema tvær vikur síðan skólastjórinn sendi út tilkynningu til allra foreldra um að fólk skyldi vera á varðbergi út af þessari hættu af því það hefði verið reynt að lokka börn upp í bíl við skólann,“ segir faðirinn. Þá hafa skapast töluverðar umræður um mál af þessu tagi á Facebook- hópnum Vellirnir þar sem fram kemur að fleiri börn hafi að undanförnu lent í því að karlmaður reyni að tæla þau inn í bíl til sín. „Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt þá virðist þetta ekki alltaf vera sama ökutækið en hvort þetta sé sami aðilinn sem hefur aðgang að mismunandi ökutækjum, það getur vel verið,“ segir faðir drengsins og bætir við að það sé mikið sjokk fyrir foreldra að barnið lendi í svona. Hann segir umræðu hafa skapast meðal foreldra í hverfinu að settar verði upp eftirlitsmyndavélar. Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að embættið sé með nokkur slík mál úr Hafnarfirði til rannsóknar. Málin séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um nokkur mál sé að ræða og þau varði ofbeldi gegn börnum. Hann segir að engin liggi undir grun eins og staðan er í dag en að lögreglan sé að reyna komast að því hvaða bíla um ræði.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira