Björn Bergmann fór á kostum og Aron Elís valinn maður leiksins 17. apríl 2017 17:56 Björn Bergmann fór á kostum Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Sjá meira