Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur 29. mars 2017 16:27 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir „Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. „Við stóðum bara frammi fyrir því að fá hér uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót þannig að við náum að fresta þessu. Þetta gefur okkur smá von um það að Akraneskaupstaður og samfélagið hér leggi sig í líma við það að tryggja hér viðunandi lausn sem fyrirtækið getur verið ásátt um til að vera hér áfram,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi tilkynnti í vikunni að það hygðist loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og stóðu 93 starfsmenn félagsins frammi fyrir því að missa vinnunna. Til að koma til móts við HB Granda samþykkti Akranesbær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við. Félagið mun nú ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og gefur sér til 1. júní til þess að fá niðurstöður í viðræðurnar. Fáist ekki jákvæð niðurstaða mun HB Grandi þó loka vinnslunni á Akranesi þann 1. september næstkomandi. Vilhjálmur er vongóður um að viðræðurnar gangi upp og HB Grandi muni ekki loka botnfiskvinnslunni. „Þeir hafa haft áform um að koma hingað upp á Akranes, þeir hafa verið að kalla eftir því að hafnaraðstaðan verði lagfærð og nú eru bara komnir aðilar sem eru tilbúnir að ráðast í slíkt,“ segir Vilhjálmur. Ákvörðunin var tilkynnt starfsmönnum HB Granda í dag og segir Vilhjálmur að viðbrögð þeirra séu blendin. Þeir séu ánægðir með að fá ekki uppsagnarbréf um mánaðarmótin en geri sér grein fyrir að málinu sé ekki lokið. Mikill vilji sé þó af hálfu bæjarbúa á Akranesi að ljúka málinu á farsælan hátt. „Núna þarf bara að eyða þessari óvissu. Óvissan er fólgin í því hvert hinar viðræðurnar muni leiða okkur en ég er alveg sannfærður um það að það sé gríðarlegur vilji til þess að leysa þetta.“ Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. „Við stóðum bara frammi fyrir því að fá hér uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót þannig að við náum að fresta þessu. Þetta gefur okkur smá von um það að Akraneskaupstaður og samfélagið hér leggi sig í líma við það að tryggja hér viðunandi lausn sem fyrirtækið getur verið ásátt um til að vera hér áfram,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi tilkynnti í vikunni að það hygðist loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og stóðu 93 starfsmenn félagsins frammi fyrir því að missa vinnunna. Til að koma til móts við HB Granda samþykkti Akranesbær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við. Félagið mun nú ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og gefur sér til 1. júní til þess að fá niðurstöður í viðræðurnar. Fáist ekki jákvæð niðurstaða mun HB Grandi þó loka vinnslunni á Akranesi þann 1. september næstkomandi. Vilhjálmur er vongóður um að viðræðurnar gangi upp og HB Grandi muni ekki loka botnfiskvinnslunni. „Þeir hafa haft áform um að koma hingað upp á Akranes, þeir hafa verið að kalla eftir því að hafnaraðstaðan verði lagfærð og nú eru bara komnir aðilar sem eru tilbúnir að ráðast í slíkt,“ segir Vilhjálmur. Ákvörðunin var tilkynnt starfsmönnum HB Granda í dag og segir Vilhjálmur að viðbrögð þeirra séu blendin. Þeir séu ánægðir með að fá ekki uppsagnarbréf um mánaðarmótin en geri sér grein fyrir að málinu sé ekki lokið. Mikill vilji sé þó af hálfu bæjarbúa á Akranesi að ljúka málinu á farsælan hátt. „Núna þarf bara að eyða þessari óvissu. Óvissan er fólgin í því hvert hinar viðræðurnar muni leiða okkur en ég er alveg sannfærður um það að það sé gríðarlegur vilji til þess að leysa þetta.“
Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57