Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur 29. mars 2017 16:27 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir „Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. „Við stóðum bara frammi fyrir því að fá hér uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót þannig að við náum að fresta þessu. Þetta gefur okkur smá von um það að Akraneskaupstaður og samfélagið hér leggi sig í líma við það að tryggja hér viðunandi lausn sem fyrirtækið getur verið ásátt um til að vera hér áfram,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi tilkynnti í vikunni að það hygðist loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og stóðu 93 starfsmenn félagsins frammi fyrir því að missa vinnunna. Til að koma til móts við HB Granda samþykkti Akranesbær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við. Félagið mun nú ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og gefur sér til 1. júní til þess að fá niðurstöður í viðræðurnar. Fáist ekki jákvæð niðurstaða mun HB Grandi þó loka vinnslunni á Akranesi þann 1. september næstkomandi. Vilhjálmur er vongóður um að viðræðurnar gangi upp og HB Grandi muni ekki loka botnfiskvinnslunni. „Þeir hafa haft áform um að koma hingað upp á Akranes, þeir hafa verið að kalla eftir því að hafnaraðstaðan verði lagfærð og nú eru bara komnir aðilar sem eru tilbúnir að ráðast í slíkt,“ segir Vilhjálmur. Ákvörðunin var tilkynnt starfsmönnum HB Granda í dag og segir Vilhjálmur að viðbrögð þeirra séu blendin. Þeir séu ánægðir með að fá ekki uppsagnarbréf um mánaðarmótin en geri sér grein fyrir að málinu sé ekki lokið. Mikill vilji sé þó af hálfu bæjarbúa á Akranesi að ljúka málinu á farsælan hátt. „Núna þarf bara að eyða þessari óvissu. Óvissan er fólgin í því hvert hinar viðræðurnar muni leiða okkur en ég er alveg sannfærður um það að það sé gríðarlegur vilji til þess að leysa þetta.“ Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
„Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. „Við stóðum bara frammi fyrir því að fá hér uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót þannig að við náum að fresta þessu. Þetta gefur okkur smá von um það að Akraneskaupstaður og samfélagið hér leggi sig í líma við það að tryggja hér viðunandi lausn sem fyrirtækið getur verið ásátt um til að vera hér áfram,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. HB Grandi tilkynnti í vikunni að það hygðist loka botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og stóðu 93 starfsmenn félagsins frammi fyrir því að missa vinnunna. Til að koma til móts við HB Granda samþykkti Akranesbær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á hafnaraðstöð í Akranesbæ til þess að freista þess að fá HB Granda til þess að snúa ákvörðun sinni við. Félagið mun nú ganga til viðræðna við Akranesbæ á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og gefur sér til 1. júní til þess að fá niðurstöður í viðræðurnar. Fáist ekki jákvæð niðurstaða mun HB Grandi þó loka vinnslunni á Akranesi þann 1. september næstkomandi. Vilhjálmur er vongóður um að viðræðurnar gangi upp og HB Grandi muni ekki loka botnfiskvinnslunni. „Þeir hafa haft áform um að koma hingað upp á Akranes, þeir hafa verið að kalla eftir því að hafnaraðstaðan verði lagfærð og nú eru bara komnir aðilar sem eru tilbúnir að ráðast í slíkt,“ segir Vilhjálmur. Ákvörðunin var tilkynnt starfsmönnum HB Granda í dag og segir Vilhjálmur að viðbrögð þeirra séu blendin. Þeir séu ánægðir með að fá ekki uppsagnarbréf um mánaðarmótin en geri sér grein fyrir að málinu sé ekki lokið. Mikill vilji sé þó af hálfu bæjarbúa á Akranesi að ljúka málinu á farsælan hátt. „Núna þarf bara að eyða þessari óvissu. Óvissan er fólgin í því hvert hinar viðræðurnar muni leiða okkur en ég er alveg sannfærður um það að það sé gríðarlegur vilji til þess að leysa þetta.“
Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57