Stóraukin útgjöld en krafa um aðhald Sveinn Arnarson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Fjármálaáætlun er nú lögð fram í annað sinn. Vísir/Anton Brink Auka á útgjöld til heilbrigðismála um fimmtung samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Reisa á nýtt þjóðarsjúkrahús, breyta og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, auka sálfræðiþjónustu og stytta biðlista. „Markmið með fjármálaáætluninni eru í grunninn fjögur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti áætlunina í ráðuneyti sínu. „Vega þarf á móti þenslu í hagkerfinu á sama tíma og stuðla þarf að sátt á vinnumarkaði. Taka á gengisstyrkingu krónunnar og jafnframt efla opinbera þjónustu og styrkja innviði samfélagsins.“Stærstu útgjaldaliðir verða til heilbrigðismála og velferðarmála en gert er ráð fyrir að raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent. Á sama tíma verða greiðslur til foreldra í fæðingaroflofi hækkaðar og bótakerfi öryrkja endurskoðað með það að markmiði að auka útgjöld og aðstoða við atvinnuleit. Á tímabilinu munu heildarútgjöld fara úr 788 milljörðum króna árið 2018 í 857 milljarða króna árið 2022. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir breytingum á tekjum ríkissjóðs. Ferðaþjónustan mun fara úr neðri þrepi virðisaukaskatts í almennt þrep um mitt næsta ár. Á sama tíma verður horft til þess að lækka tryggingagjald sem mun gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig verða skattar á losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldaðir. Hættumerki eru hins vegar í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg þensla, gengisstyrking og þung vaxtabyrði ríkisins valda því að fjármálastefna gerir ráð fyrir meiri afgangi en samþykkt var síðastliðið sumar. Þessir þrír kraftar kalla því á mikið aðhald í rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni mikilvægt að ríkissjóður stæði vel að vígi ef og þegar næst kreppir að til að geta spýtt í lófana. Langtímamarkmið ríkisins er að skuldir A-hluta ríkissjóðs verði í lok gildistíma áætlunarinnar þær sömu að hlutfalli og árið 2006.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Auka á útgjöld til heilbrigðismála um fimmtung samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Reisa á nýtt þjóðarsjúkrahús, breyta og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, auka sálfræðiþjónustu og stytta biðlista. „Markmið með fjármálaáætluninni eru í grunninn fjögur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti áætlunina í ráðuneyti sínu. „Vega þarf á móti þenslu í hagkerfinu á sama tíma og stuðla þarf að sátt á vinnumarkaði. Taka á gengisstyrkingu krónunnar og jafnframt efla opinbera þjónustu og styrkja innviði samfélagsins.“Stærstu útgjaldaliðir verða til heilbrigðismála og velferðarmála en gert er ráð fyrir að raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent. Á sama tíma verða greiðslur til foreldra í fæðingaroflofi hækkaðar og bótakerfi öryrkja endurskoðað með það að markmiði að auka útgjöld og aðstoða við atvinnuleit. Á tímabilinu munu heildarútgjöld fara úr 788 milljörðum króna árið 2018 í 857 milljarða króna árið 2022. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir breytingum á tekjum ríkissjóðs. Ferðaþjónustan mun fara úr neðri þrepi virðisaukaskatts í almennt þrep um mitt næsta ár. Á sama tíma verður horft til þess að lækka tryggingagjald sem mun gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig verða skattar á losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldaðir. Hættumerki eru hins vegar í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg þensla, gengisstyrking og þung vaxtabyrði ríkisins valda því að fjármálastefna gerir ráð fyrir meiri afgangi en samþykkt var síðastliðið sumar. Þessir þrír kraftar kalla því á mikið aðhald í rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni mikilvægt að ríkissjóður stæði vel að vígi ef og þegar næst kreppir að til að geta spýtt í lófana. Langtímamarkmið ríkisins er að skuldir A-hluta ríkissjóðs verði í lok gildistíma áætlunarinnar þær sömu að hlutfalli og árið 2006.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15