Stóraukin útgjöld en krafa um aðhald Sveinn Arnarson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Fjármálaáætlun er nú lögð fram í annað sinn. Vísir/Anton Brink Auka á útgjöld til heilbrigðismála um fimmtung samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Reisa á nýtt þjóðarsjúkrahús, breyta og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, auka sálfræðiþjónustu og stytta biðlista. „Markmið með fjármálaáætluninni eru í grunninn fjögur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti áætlunina í ráðuneyti sínu. „Vega þarf á móti þenslu í hagkerfinu á sama tíma og stuðla þarf að sátt á vinnumarkaði. Taka á gengisstyrkingu krónunnar og jafnframt efla opinbera þjónustu og styrkja innviði samfélagsins.“Stærstu útgjaldaliðir verða til heilbrigðismála og velferðarmála en gert er ráð fyrir að raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent. Á sama tíma verða greiðslur til foreldra í fæðingaroflofi hækkaðar og bótakerfi öryrkja endurskoðað með það að markmiði að auka útgjöld og aðstoða við atvinnuleit. Á tímabilinu munu heildarútgjöld fara úr 788 milljörðum króna árið 2018 í 857 milljarða króna árið 2022. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir breytingum á tekjum ríkissjóðs. Ferðaþjónustan mun fara úr neðri þrepi virðisaukaskatts í almennt þrep um mitt næsta ár. Á sama tíma verður horft til þess að lækka tryggingagjald sem mun gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig verða skattar á losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldaðir. Hættumerki eru hins vegar í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg þensla, gengisstyrking og þung vaxtabyrði ríkisins valda því að fjármálastefna gerir ráð fyrir meiri afgangi en samþykkt var síðastliðið sumar. Þessir þrír kraftar kalla því á mikið aðhald í rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni mikilvægt að ríkissjóður stæði vel að vígi ef og þegar næst kreppir að til að geta spýtt í lófana. Langtímamarkmið ríkisins er að skuldir A-hluta ríkissjóðs verði í lok gildistíma áætlunarinnar þær sömu að hlutfalli og árið 2006.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Auka á útgjöld til heilbrigðismála um fimmtung samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Reisa á nýtt þjóðarsjúkrahús, breyta og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, auka sálfræðiþjónustu og stytta biðlista. „Markmið með fjármálaáætluninni eru í grunninn fjögur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti áætlunina í ráðuneyti sínu. „Vega þarf á móti þenslu í hagkerfinu á sama tíma og stuðla þarf að sátt á vinnumarkaði. Taka á gengisstyrkingu krónunnar og jafnframt efla opinbera þjónustu og styrkja innviði samfélagsins.“Stærstu útgjaldaliðir verða til heilbrigðismála og velferðarmála en gert er ráð fyrir að raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent. Á sama tíma verða greiðslur til foreldra í fæðingaroflofi hækkaðar og bótakerfi öryrkja endurskoðað með það að markmiði að auka útgjöld og aðstoða við atvinnuleit. Á tímabilinu munu heildarútgjöld fara úr 788 milljörðum króna árið 2018 í 857 milljarða króna árið 2022. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir breytingum á tekjum ríkissjóðs. Ferðaþjónustan mun fara úr neðri þrepi virðisaukaskatts í almennt þrep um mitt næsta ár. Á sama tíma verður horft til þess að lækka tryggingagjald sem mun gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig verða skattar á losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldaðir. Hættumerki eru hins vegar í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg þensla, gengisstyrking og þung vaxtabyrði ríkisins valda því að fjármálastefna gerir ráð fyrir meiri afgangi en samþykkt var síðastliðið sumar. Þessir þrír kraftar kalla því á mikið aðhald í rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni mikilvægt að ríkissjóður stæði vel að vígi ef og þegar næst kreppir að til að geta spýtt í lófana. Langtímamarkmið ríkisins er að skuldir A-hluta ríkissjóðs verði í lok gildistíma áætlunarinnar þær sömu að hlutfalli og árið 2006.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15