Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 10:13 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnir áætlunina í morgun. vísir/anton brink Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verður sérstök áhersla lögð á uppbyggingu innviða og eflingu velferðarkerfisins. Stjórnvöld hyggjast einfalda skattkerfið, auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála og greiða hratt niður skuldir. Markmið stjórnvalda er „að skapa hagfelld skilyrði fyrir vaxtalækkun, og mynda þannig rými til að aukinna útgjalda og lægri skatta. Á tímabilinu verður unnið að því að vega á móti þenslu í hagkerfinu, stuðla að sátt á vinnumarkaði, taka á gengisstyrkingu og efla opinbera þjónustu og styrkja innviði,“ eins og segir í tilkynningu. Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar eru heilbrigðis-og velferðarmál en gert er ráð fyrir að uppsafnaður raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent á tímabilinu og 13 prósent til velferðarmála. Á meðal þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í er að byggja nýjan Landspítala, stytta biðlista, lækka kostnað sjúklinga, hækka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi og hækka frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara í skrefum. Þá á að stíga markviss skref til að leysa húsnæðisvandann og lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð. Hvað varðar umbætur á skattkerfinu þá á að auka skilvirkni kerfisins og einfalda það. Eins og greint hefur verið frá hyggst ríkisstjórnin fella flestar tegundir ferðaþjónustu undir almennt þrep virðisaukaskatts en breytingin mun taka gildi þann 1. júlí á næsta ári. Með þessari aðgerð myndast svigrúm til þess að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts úr 24 prósentum í 22,5 prósent en sú breyting mun taka gildi þann 1. janúar 2019. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og „áfram unnið að útfærslu heildstæðs kerfis grænna skatta. Áður lögfestar eða áformaðar skattkerfisbreytingar taka gildi á tímabilinu, þar á meðal vörugjald á bílaleigubíla, samsköttunarákvæði og lækkun bankaskatts,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins en hana má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verður sérstök áhersla lögð á uppbyggingu innviða og eflingu velferðarkerfisins. Stjórnvöld hyggjast einfalda skattkerfið, auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála og greiða hratt niður skuldir. Markmið stjórnvalda er „að skapa hagfelld skilyrði fyrir vaxtalækkun, og mynda þannig rými til að aukinna útgjalda og lægri skatta. Á tímabilinu verður unnið að því að vega á móti þenslu í hagkerfinu, stuðla að sátt á vinnumarkaði, taka á gengisstyrkingu og efla opinbera þjónustu og styrkja innviði,“ eins og segir í tilkynningu. Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar eru heilbrigðis-og velferðarmál en gert er ráð fyrir að uppsafnaður raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent á tímabilinu og 13 prósent til velferðarmála. Á meðal þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í er að byggja nýjan Landspítala, stytta biðlista, lækka kostnað sjúklinga, hækka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi og hækka frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara í skrefum. Þá á að stíga markviss skref til að leysa húsnæðisvandann og lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð. Hvað varðar umbætur á skattkerfinu þá á að auka skilvirkni kerfisins og einfalda það. Eins og greint hefur verið frá hyggst ríkisstjórnin fella flestar tegundir ferðaþjónustu undir almennt þrep virðisaukaskatts en breytingin mun taka gildi þann 1. júlí á næsta ári. Með þessari aðgerð myndast svigrúm til þess að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts úr 24 prósentum í 22,5 prósent en sú breyting mun taka gildi þann 1. janúar 2019. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og „áfram unnið að útfærslu heildstæðs kerfis grænna skatta. Áður lögfestar eða áformaðar skattkerfisbreytingar taka gildi á tímabilinu, þar á meðal vörugjald á bílaleigubíla, samsköttunarákvæði og lækkun bankaskatts,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins en hana má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira