„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. mars 2017 15:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir breytingarnar koma til með að skila um 16 milljörðum. Helga Árnadóttir, framkvæmdaastjóri SAF, segir breytingarnar ógna samkeppnishæfni ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir Í fjármálaáætlun ársins 2018 til 2022 snúa helstu breytingar á skattkerfinu framundan að breyttu virðisaukaskattskerfi og afnámi ívilnana. Það felur í sér að flestar tegundir ferðaþjónustunnar verða felldar undir almennt þrep virðisaukaskatts. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2018 en veitingaþjónusta verður áfram í lægra virðisaukaskattþrepi. Þessi breyting mun koma til með að færa ríkissjóði um sextán milljarða króna aukalega í skatttekjur árlega. Þannig myndast svigrúm til að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts umtalsvert, eða úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Sú breyting taki gildi 1. janúar 2019. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir tímabært að ferðaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við aðra atvinnustarfsemi. „Fyrsta júlí 2018 hækkar virðisaukaskattur á stærstan hluta ferðaþjónustunnar,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „Hann fer úr ellefu prósentum í almennt þrep. Við lítum sem svo á þetta að ferðaþjónustan hafi slitið barnskónum. Hún er okkar stærsta atvinnugrein og það er eðlilegt að hún sé skattlögð til jafns við aðrar atvinnugreinar,“ segir Benedikt. Benedikt segir að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessa breytinga sé um sextán milljarðar króna árlega. „En við ætlum að skila þessu aftur til almennings með því að lækka virðisaukaskattþrepið, það er stefna okkar að einfalda skattkerfið, og við teljum það að lækka virðisaukaskattinn úr 24 prósentum í 22,5 prósent þá séum við líka að koma til móts við launþega þar sem ekki þarf að hækka laun jafn mikið til að ná kjarabótum,“ segir Benedikt. Ferðaþjónustan gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattinum harðlega. Samtök aðila í ferðaþjónustu stóðu fyrir hitafundi um málið í gær.Grímur Sæmundsen, formaður SAF, á hitafundi samtakanna í gær.vísir/eyþórHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir aðila innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af breytingunum. „Við áætlum að þessi ætlaða aðgerð þýði að auknar álögur á greinina á ársgrundvelli nemi 20 milljörðum,“ segir Helga. „Ég held að það sé fáheyrt að nokkurntíman hafi komið til með einu pennastriki slíkar álögur á eina atvinnugrein með þessum hætti.“ Hún hefur mestar áhyggjur af smærri ferðaþjónustufyrirtækjum. „Stærstur hluti fyrirtækja í ferðaþjónustunni eru í raun og veru lítil og búa við viðkvæman rekstur, eru búin að fjárfesta mikið og svoleiðis. Þannig að þau eru ekki í stakk búin fyrir svona miklar viðbótaálögur, sér í lagi þar sem við höfum verið að eiga við stórar breytingar í gengismálum auk þess hefur verið mikið um launahækkanir og þess háttar. Þannig að fyrirtækin hafa verið að berjast í bökkum þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir hún. Hún segir breytingar á virðisaukaskattinum geta ógnað samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í gífurlegri samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Helga. „Ástæðan er einföld, það er útaf samkeppnishæfninni, flestir áfangastaðir eru í neðra virðisaukaskattþrepi. Danmörk er til dæmis með eitt skattþrep og er þannig með ferðaþjónustuna í þessu eina þrepi og er þessvegna með ýmsar undanþágur og flókið regluverk til að koma til móts við greinina. Men verða að skilja það að ferðaþjónustan er ekki sjálfsögð stærð og það er ekki hægt að taka af henni og auka við hana skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Í fjármálaáætlun ársins 2018 til 2022 snúa helstu breytingar á skattkerfinu framundan að breyttu virðisaukaskattskerfi og afnámi ívilnana. Það felur í sér að flestar tegundir ferðaþjónustunnar verða felldar undir almennt þrep virðisaukaskatts. Breytingin tekur gildi 1. júlí 2018 en veitingaþjónusta verður áfram í lægra virðisaukaskattþrepi. Þessi breyting mun koma til með að færa ríkissjóði um sextán milljarða króna aukalega í skatttekjur árlega. Þannig myndast svigrúm til að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts umtalsvert, eða úr 24 prósentum í 22,5 prósent. Sú breyting taki gildi 1. janúar 2019. Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, segir tímabært að ferðaþjónustan greiði virðisaukaskatt til jafns við aðra atvinnustarfsemi. „Fyrsta júlí 2018 hækkar virðisaukaskattur á stærstan hluta ferðaþjónustunnar,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. „Hann fer úr ellefu prósentum í almennt þrep. Við lítum sem svo á þetta að ferðaþjónustan hafi slitið barnskónum. Hún er okkar stærsta atvinnugrein og það er eðlilegt að hún sé skattlögð til jafns við aðrar atvinnugreinar,“ segir Benedikt. Benedikt segir að tekjuauki ríkissjóðs vegna þessa breytinga sé um sextán milljarðar króna árlega. „En við ætlum að skila þessu aftur til almennings með því að lækka virðisaukaskattþrepið, það er stefna okkar að einfalda skattkerfið, og við teljum það að lækka virðisaukaskattinn úr 24 prósentum í 22,5 prósent þá séum við líka að koma til móts við launþega þar sem ekki þarf að hækka laun jafn mikið til að ná kjarabótum,“ segir Benedikt. Ferðaþjónustan gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á virðisaukaskattinum harðlega. Samtök aðila í ferðaþjónustu stóðu fyrir hitafundi um málið í gær.Grímur Sæmundsen, formaður SAF, á hitafundi samtakanna í gær.vísir/eyþórHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir aðila innan ferðaþjónustunnar hafa áhyggjur af breytingunum. „Við áætlum að þessi ætlaða aðgerð þýði að auknar álögur á greinina á ársgrundvelli nemi 20 milljörðum,“ segir Helga. „Ég held að það sé fáheyrt að nokkurntíman hafi komið til með einu pennastriki slíkar álögur á eina atvinnugrein með þessum hætti.“ Hún hefur mestar áhyggjur af smærri ferðaþjónustufyrirtækjum. „Stærstur hluti fyrirtækja í ferðaþjónustunni eru í raun og veru lítil og búa við viðkvæman rekstur, eru búin að fjárfesta mikið og svoleiðis. Þannig að þau eru ekki í stakk búin fyrir svona miklar viðbótaálögur, sér í lagi þar sem við höfum verið að eiga við stórar breytingar í gengismálum auk þess hefur verið mikið um launahækkanir og þess háttar. Þannig að fyrirtækin hafa verið að berjast í bökkum þrátt fyrir fjölgun ferðamanna,“ segir hún. Hún segir breytingar á virðisaukaskattinum geta ógnað samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. „Við erum í gífurlegri samkeppni við aðra áfangastaði,“ segir Helga. „Ástæðan er einföld, það er útaf samkeppnishæfninni, flestir áfangastaðir eru í neðra virðisaukaskattþrepi. Danmörk er til dæmis með eitt skattþrep og er þannig með ferðaþjónustuna í þessu eina þrepi og er þessvegna með ýmsar undanþágur og flókið regluverk til að koma til móts við greinina. Men verða að skilja það að ferðaþjónustan er ekki sjálfsögð stærð og það er ekki hægt að taka af henni og auka við hana skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira