Erlent

Suður-kóreskt fraktskip hvarf í Suður-Atlantshafi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty
Fraktskip frá Suður-Kóreu hefur horfið með dularfullum hætti, rétt undan ströndum Úrúgvæ í Suður-Atlantshafi. BBC greinir frá.

Í áhöfn skipsins voru 24 manns en á föstudag bárust upplýsingar um það frá skipverjum að vatn flæddi inn í rými skipsins, sem ber nafnið Stella Daisy.

Yfirvöld í Úrúgvæ létu þá nærliggjandi skip vita, sem hófu umsvifalaust leit að Stella Daisy. Talið er að sést hafi til tveggja skipverja á björgunarbát og eru aðgerðir hafnar til þess að bjarga þeim.

Ekkert hefur sést til skipsins en um er að ræða gífurlega stórt skip, sem rúmar allt að 260 þúsund tonn af varningi.

Var skipið á leið til Marshall eyja en um borð voru átta manns frá Filippseyjum og sextán manns frá Suður-Kóreu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.