Innlent

Mikið áfall fyrir samfélagið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hveragerði.
Hveragerði. vísir/e.ól
Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið, segir Jón Ragnarsson, sóknarprestur í Hveragerði. Ellefu ára drengur lést eftir hörmulegt slys skammt frá heimili hans í Hveragerði í gærkvöldi, og segir Jón mikla sorg ríkja í bænum.

Drengurinn, sem var einn að leik, klemmdist í vörulyftu á flutningabíl laust fyrir klukkan ellefu í gær. Tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Líklega verður boðað til minningarathafnar vegna slyssins á morgun.


Tengdar fréttir

Banaslys í Hveragerði

Banaslys varð í gærkvöldi í Hveragerði þar sem drengur, fæddur 2006, sem virðist hafa verið einn að leik, hafði klemmst af vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili hans þar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×