Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2017 06:00 Jónas Fr. Jónsson vísir/heiða Erfitt getur reynst að verjast skipulögðum og einbeittum vilja til að beita blekkingum. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), aðspurður hvort flétta á borð við þá sem var spunnin í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum gæti endurtekið sig í Arion banka, þar sem hópur vogunarsjóða fer nú með stóran hlut. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar um hverjir standi að baki kaupum á 30 prósenta hlut í Arion banka. Nú spyrji sig allir hvort þarna sé einhver lundaflétta í gangi. Þingmenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum og kallað eftir frekari upplýsingum um nýja eigendur Arion banka. „Ef það er eitthvert baksamkomulag sem er vel skipulagt og falið, þá er mjög erfitt að finna út úr því nema menn detti niður á einhverjar upplýsingar. Það kemur þó venjulega ekki upp fyrr en einhverju síðar þegar eitthvað gerist,“ segir Jónas Fr. Unnur Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri FME, segir eftirlitið betur í stakk búið nú að bregðast við blekkingum eins og þeim sem stundaðar voru í Lundafléttunni svokölluðu þegar Búnaðarbankinn var seldur. „Við erum reynslunni ríkari nú en fyrir fjórtán árum,“ segir Unnur. Á meðal þeirra þingmanna sem fylgjast grannt með gangi mála er Lilja Alfreðsdóttir. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hugsi yfir svörum FME um að Vogunarsjóðirnir þrír fari ekki með virkan eignarhlut. Það er byggt á því að hver og einn á minna en 10% í bankanum. FME segir þar að auki að sjóðirnir hafi ekki haft með sér formlegt samstarf við kaupin, en slíkt samstarf myndi þýða að eignarhluturinn væri virkur. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Erfitt getur reynst að verjast skipulögðum og einbeittum vilja til að beita blekkingum. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), aðspurður hvort flétta á borð við þá sem var spunnin í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum gæti endurtekið sig í Arion banka, þar sem hópur vogunarsjóða fer nú með stóran hlut. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar um hverjir standi að baki kaupum á 30 prósenta hlut í Arion banka. Nú spyrji sig allir hvort þarna sé einhver lundaflétta í gangi. Þingmenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum og kallað eftir frekari upplýsingum um nýja eigendur Arion banka. „Ef það er eitthvert baksamkomulag sem er vel skipulagt og falið, þá er mjög erfitt að finna út úr því nema menn detti niður á einhverjar upplýsingar. Það kemur þó venjulega ekki upp fyrr en einhverju síðar þegar eitthvað gerist,“ segir Jónas Fr. Unnur Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri FME, segir eftirlitið betur í stakk búið nú að bregðast við blekkingum eins og þeim sem stundaðar voru í Lundafléttunni svokölluðu þegar Búnaðarbankinn var seldur. „Við erum reynslunni ríkari nú en fyrir fjórtán árum,“ segir Unnur. Á meðal þeirra þingmanna sem fylgjast grannt með gangi mála er Lilja Alfreðsdóttir. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hugsi yfir svörum FME um að Vogunarsjóðirnir þrír fari ekki með virkan eignarhlut. Það er byggt á því að hver og einn á minna en 10% í bankanum. FME segir þar að auki að sjóðirnir hafi ekki haft með sér formlegt samstarf við kaupin, en slíkt samstarf myndi þýða að eignarhluturinn væri virkur. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00
Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent