Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2017 06:00 Jónas Fr. Jónsson vísir/heiða Erfitt getur reynst að verjast skipulögðum og einbeittum vilja til að beita blekkingum. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), aðspurður hvort flétta á borð við þá sem var spunnin í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum gæti endurtekið sig í Arion banka, þar sem hópur vogunarsjóða fer nú með stóran hlut. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar um hverjir standi að baki kaupum á 30 prósenta hlut í Arion banka. Nú spyrji sig allir hvort þarna sé einhver lundaflétta í gangi. Þingmenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum og kallað eftir frekari upplýsingum um nýja eigendur Arion banka. „Ef það er eitthvert baksamkomulag sem er vel skipulagt og falið, þá er mjög erfitt að finna út úr því nema menn detti niður á einhverjar upplýsingar. Það kemur þó venjulega ekki upp fyrr en einhverju síðar þegar eitthvað gerist,“ segir Jónas Fr. Unnur Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri FME, segir eftirlitið betur í stakk búið nú að bregðast við blekkingum eins og þeim sem stundaðar voru í Lundafléttunni svokölluðu þegar Búnaðarbankinn var seldur. „Við erum reynslunni ríkari nú en fyrir fjórtán árum,“ segir Unnur. Á meðal þeirra þingmanna sem fylgjast grannt með gangi mála er Lilja Alfreðsdóttir. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hugsi yfir svörum FME um að Vogunarsjóðirnir þrír fari ekki með virkan eignarhlut. Það er byggt á því að hver og einn á minna en 10% í bankanum. FME segir þar að auki að sjóðirnir hafi ekki haft með sér formlegt samstarf við kaupin, en slíkt samstarf myndi þýða að eignarhluturinn væri virkur. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Erfitt getur reynst að verjast skipulögðum og einbeittum vilja til að beita blekkingum. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), aðspurður hvort flétta á borð við þá sem var spunnin í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum gæti endurtekið sig í Arion banka, þar sem hópur vogunarsjóða fer nú með stóran hlut. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar um hverjir standi að baki kaupum á 30 prósenta hlut í Arion banka. Nú spyrji sig allir hvort þarna sé einhver lundaflétta í gangi. Þingmenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum og kallað eftir frekari upplýsingum um nýja eigendur Arion banka. „Ef það er eitthvert baksamkomulag sem er vel skipulagt og falið, þá er mjög erfitt að finna út úr því nema menn detti niður á einhverjar upplýsingar. Það kemur þó venjulega ekki upp fyrr en einhverju síðar þegar eitthvað gerist,“ segir Jónas Fr. Unnur Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri FME, segir eftirlitið betur í stakk búið nú að bregðast við blekkingum eins og þeim sem stundaðar voru í Lundafléttunni svokölluðu þegar Búnaðarbankinn var seldur. „Við erum reynslunni ríkari nú en fyrir fjórtán árum,“ segir Unnur. Á meðal þeirra þingmanna sem fylgjast grannt með gangi mála er Lilja Alfreðsdóttir. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hugsi yfir svörum FME um að Vogunarsjóðirnir þrír fari ekki með virkan eignarhlut. Það er byggt á því að hver og einn á minna en 10% í bankanum. FME segir þar að auki að sjóðirnir hafi ekki haft með sér formlegt samstarf við kaupin, en slíkt samstarf myndi þýða að eignarhluturinn væri virkur. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00
Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30