FME telur sig geta upplýst um eigendur Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2017 06:00 Á dögunum keyptu erlendir vogunarsjóðir um 30 prósent hlut í Arion banka. vísir/stefán „Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
„Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00
Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf