FME telur sig geta upplýst um eigendur Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2017 06:00 Á dögunum keyptu erlendir vogunarsjóðir um 30 prósent hlut í Arion banka. vísir/stefán „Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
„Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00
Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun