FME telur sig geta upplýst um eigendur Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2017 06:00 Á dögunum keyptu erlendir vogunarsjóðir um 30 prósent hlut í Arion banka. vísir/stefán „Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
„Það eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að sýna hverjir endanlegir eigendur eru að baki þessum kaupum. Hluti af okkar vinnu er að skoða, rannsaka, kalla á og fá upplýsingar um það hverjir eru endanlegir eigendur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um kaup erlendra vogunarsjóða á samtals 29,2 prósenta hlut í Arion banka.Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Fréttablaðið/ErnirHún telur því öruggt að hægt verði að komast að því hverjir endanlegir eigendur eru að hlut í Arion banka, óski vogunarsjóðirnir eftir að eignast meira en tíu prósent í bankanum og fara þá með virkan eignarhlut. „Það er meira að segja þannig að sé einhver hindrun í vegi fyrir því, þá er sérstakt lagaákvæði í lögunum um fjármálafyrirtæki sem segir að upplýsist ekki um raunverulegan eiganda þá skuli líta þannig á að hann sé ekki hæfur til að vera með virkan eignarhlut,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur spurt Fjármálaeftirlitið um þá aðila sem standa að kaupunum á Arion. Hann telur svör Fjármálaeftirlitsins rýr og segir að það hafi valdið sér vonbrigðum. „Ég reyndi að spyrja um allt sem ég taldi skipta máli og það kom fátt nýtt fram. En mér finnst bragurinn á bréfinu vera þannig að þau séu ekki komin lengra í sínu mati og hugsanlega muni þau meta þetta í framtíðinni,“ segir Benedikt. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort sé kominn virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti að eignast meira í bankanum. „Ég hef ekki séð nein gögn um þetta, annað en hefur verið í fjölmiðlum, og þetta getur verið svo margþætt. Það er spurning hvort sé hægt að tengja þessa aðila saman. Það er svolítið flóknara, það þarf að hafa að myndast samstarf að lögum með þeim. Þó að allir kaupi á sama tíma þýðir það ekki að þeir séu tengdir, en auðvitað þarf FME að meta það.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er hugsi yfir svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts. Benedikt spurði meðal annars hvort þau fyrirtæki eða sjóðir sem keyptu hlut í bankanum hefðu haft með sér formlegt samstarf við kaupin. Hafi þau gert það, mætti spyrja hvort ekki væri ástæða til að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhluta. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hyggst funda um viðskiptin með hlut Arion banka á fundi sínum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að við söluna á Arion geti reynst erfitt að verjast baksamkomulagi sem er vel skipulagt og falið líkt og við söluna á Búnaðarbankanum. 5. apríl 2017 06:00
Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30