Sigmundur Davíð: Margt á eftir að skýrast á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2017 17:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink „Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
„Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent