Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Fríða hefur séð um hárgreiðslu fína og fræga fólksins í fjörutíu ár. Mynd/nathanael turner Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Það þekkja eflaust ekki margir Íslendingar nafnið Fríða Aradóttir en kannski tóku sumir eftir henni í kredit listanum á kvikmyndinni La La Land. Tímaritið Glamour hafði upp á Fríðu og í ljós kom að hún hefur starfað í Hollywood í fjörutíu ár. Í La La Land sá Fríða um hárið á aðalleikkonunni Emma Stone en hún er alls ekki eina Hollywood stjarnan sem hún hefur starfað með. Fríða er til að mynda með sína eigin IMDB síðu og hefur ferill hennar verið ótrúlegur. Fríða er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Glamour.„Ég fór því mig langaði í stærri heim, að upplifa eitthvað nýtt. Og síðan eru liðin 40 ár og hér er ég enn,“ segir hárgreiðslukonan Fríða Svala Aradóttir í samtali við Glamour. Þar kemur fram að Fríða sé í innsta hring í Hollywood og hafi hafið feril sinn sem hárgreiðslukona í kvikmyndageiranum árið 1986, á ekki ómerkari kvikmynd en Dirty Dancing. „Það er eitthvað sérstakt við að vinna við kvikmynd. Það skapast mjög sérstök stemming þegar maður fer á kvikmyndasett þar sem fólk býr saman í nokkra mánuði, allir að vinna saman að einu markmiði.“Brad Pitt, Meryl Streep, Tom Hanks, Emma Stone, Julia Roberts og allir aðrir Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir eina vinsælustu verðlaunamynd síðasta árs, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. Hún segist ekki verða „starstruck“. „Nei, eiginlega ekki. Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir leikurunum og þeirra vinnu. Þegar ég hitti nýjan stóran leikara hugsa ég meira um að ég vilji standa mig vel.“ Nánar er rætt við Fríðu í nýjasta tölublaði Glamour en forsíðu blaðsins má sjá hér að neðan. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Það þekkja eflaust ekki margir Íslendingar nafnið Fríða Aradóttir en kannski tóku sumir eftir henni í kredit listanum á kvikmyndinni La La Land. Tímaritið Glamour hafði upp á Fríðu og í ljós kom að hún hefur starfað í Hollywood í fjörutíu ár. Í La La Land sá Fríða um hárið á aðalleikkonunni Emma Stone en hún er alls ekki eina Hollywood stjarnan sem hún hefur starfað með. Fríða er til að mynda með sína eigin IMDB síðu og hefur ferill hennar verið ótrúlegur. Fríða er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Glamour.„Ég fór því mig langaði í stærri heim, að upplifa eitthvað nýtt. Og síðan eru liðin 40 ár og hér er ég enn,“ segir hárgreiðslukonan Fríða Svala Aradóttir í samtali við Glamour. Þar kemur fram að Fríða sé í innsta hring í Hollywood og hafi hafið feril sinn sem hárgreiðslukona í kvikmyndageiranum árið 1986, á ekki ómerkari kvikmynd en Dirty Dancing. „Það er eitthvað sérstakt við að vinna við kvikmynd. Það skapast mjög sérstök stemming þegar maður fer á kvikmyndasett þar sem fólk býr saman í nokkra mánuði, allir að vinna saman að einu markmiði.“Brad Pitt, Meryl Streep, Tom Hanks, Emma Stone, Julia Roberts og allir aðrir Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir eina vinsælustu verðlaunamynd síðasta árs, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. Hún segist ekki verða „starstruck“. „Nei, eiginlega ekki. Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir leikurunum og þeirra vinnu. Þegar ég hitti nýjan stóran leikara hugsa ég meira um að ég vilji standa mig vel.“ Nánar er rætt við Fríðu í nýjasta tölublaði Glamour en forsíðu blaðsins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira