Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Fríða hefur séð um hárgreiðslu fína og fræga fólksins í fjörutíu ár. Mynd/nathanael turner Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Það þekkja eflaust ekki margir Íslendingar nafnið Fríða Aradóttir en kannski tóku sumir eftir henni í kredit listanum á kvikmyndinni La La Land. Tímaritið Glamour hafði upp á Fríðu og í ljós kom að hún hefur starfað í Hollywood í fjörutíu ár. Í La La Land sá Fríða um hárið á aðalleikkonunni Emma Stone en hún er alls ekki eina Hollywood stjarnan sem hún hefur starfað með. Fríða er til að mynda með sína eigin IMDB síðu og hefur ferill hennar verið ótrúlegur. Fríða er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Glamour.„Ég fór því mig langaði í stærri heim, að upplifa eitthvað nýtt. Og síðan eru liðin 40 ár og hér er ég enn,“ segir hárgreiðslukonan Fríða Svala Aradóttir í samtali við Glamour. Þar kemur fram að Fríða sé í innsta hring í Hollywood og hafi hafið feril sinn sem hárgreiðslukona í kvikmyndageiranum árið 1986, á ekki ómerkari kvikmynd en Dirty Dancing. „Það er eitthvað sérstakt við að vinna við kvikmynd. Það skapast mjög sérstök stemming þegar maður fer á kvikmyndasett þar sem fólk býr saman í nokkra mánuði, allir að vinna saman að einu markmiði.“Brad Pitt, Meryl Streep, Tom Hanks, Emma Stone, Julia Roberts og allir aðrir Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir eina vinsælustu verðlaunamynd síðasta árs, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. Hún segist ekki verða „starstruck“. „Nei, eiginlega ekki. Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir leikurunum og þeirra vinnu. Þegar ég hitti nýjan stóran leikara hugsa ég meira um að ég vilji standa mig vel.“ Nánar er rætt við Fríðu í nýjasta tölublaði Glamour en forsíðu blaðsins má sjá hér að neðan. Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Það þekkja eflaust ekki margir Íslendingar nafnið Fríða Aradóttir en kannski tóku sumir eftir henni í kredit listanum á kvikmyndinni La La Land. Tímaritið Glamour hafði upp á Fríðu og í ljós kom að hún hefur starfað í Hollywood í fjörutíu ár. Í La La Land sá Fríða um hárið á aðalleikkonunni Emma Stone en hún er alls ekki eina Hollywood stjarnan sem hún hefur starfað með. Fríða er til að mynda með sína eigin IMDB síðu og hefur ferill hennar verið ótrúlegur. Fríða er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Glamour.„Ég fór því mig langaði í stærri heim, að upplifa eitthvað nýtt. Og síðan eru liðin 40 ár og hér er ég enn,“ segir hárgreiðslukonan Fríða Svala Aradóttir í samtali við Glamour. Þar kemur fram að Fríða sé í innsta hring í Hollywood og hafi hafið feril sinn sem hárgreiðslukona í kvikmyndageiranum árið 1986, á ekki ómerkari kvikmynd en Dirty Dancing. „Það er eitthvað sérstakt við að vinna við kvikmynd. Það skapast mjög sérstök stemming þegar maður fer á kvikmyndasett þar sem fólk býr saman í nokkra mánuði, allir að vinna saman að einu markmiði.“Brad Pitt, Meryl Streep, Tom Hanks, Emma Stone, Julia Roberts og allir aðrir Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone fyrir eina vinsælustu verðlaunamynd síðasta árs, La La Land, og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja. Hún segist ekki verða „starstruck“. „Nei, eiginlega ekki. Ég ber rosalega mikla virðingu fyrir leikurunum og þeirra vinnu. Þegar ég hitti nýjan stóran leikara hugsa ég meira um að ég vilji standa mig vel.“ Nánar er rætt við Fríðu í nýjasta tölublaði Glamour en forsíðu blaðsins má sjá hér að neðan.
Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira