Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 08:26 Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Vísir/Auðunn Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað. Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu. Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra. Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun. Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun. Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað. Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu. Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra. Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun. Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun.
Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00
Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00