Uppnámið í Leifsstöð: Tuttugu flugferðum seinkaði og starfsfólk þurfti að öskra til að koma upplýsingum til farþega Birgir Olgeirsson skrifar 30. mars 2017 11:25 Mynd sem tekin var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær þegar hún var rýmd. Twitter/Felix Bergsson Um tuttugu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli seinkaði vegna óreiðunnar sem skapaðist á flugvellinum í gær þegar uppgötvaðist að tæplega fjörutíu farþegar frá Grænlandi höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017 Mistökin uppgötvuðust eftir 45 mínútur Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ferli hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, en á um tíu mínútum var búið að ákveða að rýma alla flugstöðina og senda alla þrjú þúsund farþegana sem þar voru í vopnaleit. Við þessar aðstæður kallar verklag Keflavíkurflugvallar á það að leit sé gerð í allri flugstöðinni þar að auki.Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Farþegarnir frá Nuuk höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og áttu þeir því að fara í gegnum aðra vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefðu mistökin uppgötvast fyrr hefði ekki þurft að fara í jafn umfangsmikla aðgerð og raun bara vitni að sögn Guðna. Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017 Ætla að bæta hátalarakerfið Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017 Vísir ræddi við farþega sem var staddur í flugstöðinni í gær sem sagði að engin tilkynning hefði borist í gegnum hátalarakerfi um ástæður aðgerðarinnar. Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Einhverjir höfðu einnig áhyggjur af því að áfengi sem þeir höfðu keypt í Fríhöfninni yrði tekið af þeim við öryggisleitina vegna gildandi vökvatakmarkanna. Guðni sagði við Vísi í gærkvöldi að farþegarnir fengju ekki að fara með áfengið í gegnum vopnaleitina en allir sem höfðu keypt eitthvað fengu kvittun sem þeir gátu framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx— (@twong328) March 29, 2017 Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48 Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13 Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Um tuttugu áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli seinkaði vegna óreiðunnar sem skapaðist á flugvellinum í gær þegar uppgötvaðist að tæplega fjörutíu farþegar frá Grænlandi höfðu ekki farið í gegnum vopnaleit. Mesta seinkunin nam fjórum klukkutímum en allt tiltækt starfsfólk Keflavíkurflugvallar var kallað til, þar að auki þeir sem voru á frívakt, til að aðstoða við að rýma Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar málið uppgötvaðist, en senda þurfti þrjú þúsund farþega í gegnum vopnaleit. Þegar mest var voru rúmlega 300 starfsmenn sem tóku þátt í þessari aðgerð.Thousands of us stranded at @kefairport due to a security breach. Not going to make the connection! #Thissucks pic.twitter.com/4NLAdFOFbk— Rick Crandall (@rc1430) March 29, 2017 Mistökin uppgötvuðust eftir 45 mínútur Farþegarnir frá Grænlandi voru í Dash 8 Q200 flugvél frá Bombardier, sem tekur 37 farþega, sem hafði flogið með þá frá Nuuk til Keflavíkur. Vélin lenti um þrjú leytið í gær en um 45 mínútum síðar uppgötvaðist að farþegunum hafði verið ekið að röngu landgönguhliði, sem þýddi að þeir fóru ekki í gegnum vopnaleit líkt og til stóð. Farþegarnir dreifðust þar með um flugstöðina en þegar mistökin voru ljós þurfti að hafa samráð við öll flugfélögin á vellinum og önnur fyrirtæki sem eru með starfsemi þar til að ákveða næstu skref.Still waiting @kefairport poorly organized. Glad there was no danger it would not have been good. pic.twitter.com/3m53i8m4mJ— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ferli hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, en á um tíu mínútum var búið að ákveða að rýma alla flugstöðina og senda alla þrjú þúsund farþegana sem þar voru í vopnaleit. Við þessar aðstæður kallar verklag Keflavíkurflugvallar á það að leit sé gerð í allri flugstöðinni þar að auki.Airport security doing their best to move passengers @kefairport pic.twitter.com/JBtoNXdyUh— Thinh Nguyen (@ThinhNguyen007) March 29, 2017 Farþegarnir frá Nuuk höfðu farið í gegnum vopnaleit á flugvellinum í Nuuk en sú vopnaleit stenst ekki alþjóðlegar kröfur og áttu þeir því að fara í gegnum aðra vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hefðu mistökin uppgötvast fyrr hefði ekki þurft að fara í jafn umfangsmikla aðgerð og raun bara vitni að sögn Guðna. Ferlið allt saman tók um fjóra klukkutíma, sem þýðir að vopnaleitinni var lokið um klukkan átta í gærkvöldi, en fyrsta vélin fór frá Keflavíkurflugvelli um þremur tímum eftir að flugstöðin var rýmd.I would never make a news correspondent. But while I'm here, here's a pic of the very well mannered crowd @kefairport @crossingculture pic.twitter.com/fsX4OqFMv0— Rachel Yates (@expatlifeline) March 29, 2017 Ætla að bæta hátalarakerfið Guðni segir Isavia ætla að læra af þessum mistökum og skoða hvernig er hægt að bæta verklagið þegar kemur að rýmingu flugstöðvarinnar.Very bad situation @kefairport pic.twitter.com/tOpwHpsThI— Retno Suprabasasi (@retna_nunung) March 29, 2017 Vísir ræddi við farþega sem var staddur í flugstöðinni í gær sem sagði að engin tilkynning hefði borist í gegnum hátalarakerfi um ástæður aðgerðarinnar. Guðni staðfestir að margar kvartanir hafi borist vegna þessa og að Isavia muni fara í það að bæta kallkerfið í innritunarsal. Starfsfólk hafi þurft að standa í tröppum og öskra yfir farþegahópinn til að koma upplýsingum til skila.Fun at @kefairport apparently their PA system is not working as they have staff running around the airport yelling out flights. Wow. pic.twitter.com/f0Dt8kuOBY— Tony Cronin (@TonyJCronin) March 29, 2017 Einhverjir höfðu einnig áhyggjur af því að áfengi sem þeir höfðu keypt í Fríhöfninni yrði tekið af þeim við öryggisleitina vegna gildandi vökvatakmarkanna. Guðni sagði við Vísi í gærkvöldi að farþegarnir fengju ekki að fara með áfengið í gegnum vopnaleitina en allir sem höfðu keypt eitthvað fengu kvittun sem þeir gátu framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.@kefairport you need to work on getting better at this. pic.twitter.com/GAlYUfNoVx— (@twong328) March 29, 2017 Brjáluð stemmning @kefairport Tek minn ofan fyrir starfsfólki @isavia og farþegum. Allir rólegir pic.twitter.com/B98RVpWRqa— Felix Bergsson (@FelixBergsson) March 29, 2017
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48 Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13 Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Átján flugum hefur verið seinkað vegna rýmingu efri hæðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. 29. mars 2017 17:48
Vopnaleit lokið í Leifsstöð Allir farþegar eru nú aftur komnir inn á brottfararsvæði Leifsstöðvar eftir að byggingin var rýmd fyrr í dag. 29. mars 2017 20:13
Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52