Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 19:30 Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld Mynd/Skjáskot/Ástrós Rut „Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
„Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent