„Hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 13:27 Subway í Vestamannaeyjum er við Bárustíg. Ja.is Konan sem rekinn var frá Subway í Vestmannaeyjum segir málið hafa verið hræðilegt fyrir hana og ömurlegt að liggja undir svona ásökunum í allan þennan tíma. Konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær af ásökunum um fjárdrátt á meðan hún starfaði á skyndibitastaðnum. Henni var sagt upp störfum í mars árið 2015 en þá hafði Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kært málið til lögreglu. „Það var hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma,“ segir konan í samtali við Vísi sem vill ekki láta nafn síns getið.Var frá vinnu í sex mánuði Hún segist hafa verið frá vinnu í sex mánuði eftir að hún var rekin frá Subway, eða frá lokum mars mánaðar 2015 til september sama árs. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema trausti frá núverandi vinnuveitendum sem þó vissu af þessu máli,“ segir konan. Hún segist hafa fundið fyrir því að talað hafi verið um málið í Vestmannaeyjum frá því henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Spurð hvers vegna hún telur Subway hafa farið svo hart fram í þessu máli segist hún ekki gera sér grein fyrir því. „Þetta kom eins og blaut tuska framan í mig.“Málið varðaði tæpar 15 þúsund krónur Henni var gefið að sök að hafa gefið manni sínum 12 tommu bát, að andvirði tæplega 1.600 króna, án þess að greiða fyrir hann. Í ljós kom að konan hafði fengið þau fyrirmæli frá gæðastjóra Subway að gefa manninum bátinn í staðinn fyrir ýmis háttar viðvik á staðnum. Þá var hún sökuð um að hafa dregið sér tæpar 13.000 krónur í peningakassa Subway en í ljós kom að það hafði hún ekki gert heldur þurfti hún að stimpla inn færslur og eyða þeim út aftur til að fá kassann til að virka.Munu verjast skaðabótakröfunniKonan hefur höfðað skaðabótamál á hendur Subway og fer fram á 2,3 milljónir króna frá rekstrarfélagi skyndibitakeðjunnar, Stjörnunni ehf. Skiptist upphæðin í tvennt, 1,3 milljónir vegna vangoldinna launa og ein milljón króna í skaðabætur.Framkvæmdastjóri Subway sagði við Vísi fyrr í dag að fyrirtækið muni verjast þessari skaðabótakröfu konunnar. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarslaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur. Tengdar fréttir Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28 Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Konan sem rekinn var frá Subway í Vestmannaeyjum segir málið hafa verið hræðilegt fyrir hana og ömurlegt að liggja undir svona ásökunum í allan þennan tíma. Konan var sýknuð í Héraðsdómi Suðurlands í gær af ásökunum um fjárdrátt á meðan hún starfaði á skyndibitastaðnum. Henni var sagt upp störfum í mars árið 2015 en þá hafði Stjarnan ehf., sem rekur Subway, kært málið til lögreglu. „Það var hræðilegt að liggja undir svona ásökunum í þennan tíma,“ segir konan í samtali við Vísi sem vill ekki láta nafn síns getið.Var frá vinnu í sex mánuði Hún segist hafa verið frá vinnu í sex mánuði eftir að hún var rekin frá Subway, eða frá lokum mars mánaðar 2015 til september sama árs. „Ég hef ekki fundið fyrir neinu nema trausti frá núverandi vinnuveitendum sem þó vissu af þessu máli,“ segir konan. Hún segist hafa fundið fyrir því að talað hafi verið um málið í Vestmannaeyjum frá því henni var sagt upp störfum fyrir tveimur árum. Spurð hvers vegna hún telur Subway hafa farið svo hart fram í þessu máli segist hún ekki gera sér grein fyrir því. „Þetta kom eins og blaut tuska framan í mig.“Málið varðaði tæpar 15 þúsund krónur Henni var gefið að sök að hafa gefið manni sínum 12 tommu bát, að andvirði tæplega 1.600 króna, án þess að greiða fyrir hann. Í ljós kom að konan hafði fengið þau fyrirmæli frá gæðastjóra Subway að gefa manninum bátinn í staðinn fyrir ýmis háttar viðvik á staðnum. Þá var hún sökuð um að hafa dregið sér tæpar 13.000 krónur í peningakassa Subway en í ljós kom að það hafði hún ekki gert heldur þurfti hún að stimpla inn færslur og eyða þeim út aftur til að fá kassann til að virka.Munu verjast skaðabótakröfunniKonan hefur höfðað skaðabótamál á hendur Subway og fer fram á 2,3 milljónir króna frá rekstrarfélagi skyndibitakeðjunnar, Stjörnunni ehf. Skiptist upphæðin í tvennt, 1,3 milljónir vegna vangoldinna launa og ein milljón króna í skaðabætur.Framkvæmdastjóri Subway sagði við Vísi fyrr í dag að fyrirtækið muni verjast þessari skaðabótakröfu konunnar. Í dómsorði Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið málsvarslaun skipaðs verjanda konunnar upp á 908 þúsund krónur auka ferða- og aksturskostnaðar hans upp á tæpar sextíu þúsund krónur.
Tengdar fréttir Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28 Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. 31. mars 2017 11:28
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49
Ákærð fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað konu af ákæru fyrir fjárdrátt þegar hún var verslunarstjóri á veitingastað Subway. 30. mars 2017 23:09