Innlent

Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri.
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir
Átján þingmenn úr fjórum flokkum, Sjálfstæðisflokknum, Pírötum, Framsóknarflokknum og Vinstri grænum, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar en staðsetning flugvallarins í Vatnsmýrinni hefur lengi verið umdeild.

Lagt er til að eftirfarandi spurning verði borin upp:

„Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?” og svarmöguleikar gefnir „já“ eða „nei“.

Þingsályktunartillagan er endurflutt frá síðasta löggjafarþingi en flutningsmenn voru þá Ögmundur Jónasson ásamt fleirum.

Markmið hennar er að þjóðin fái að hafa áhrif á staðsetningu miðstöðvar innanlands- og sjúkraflugs í náinni framtíð. Þetta kemur fram í greinargerð um tillöguna en þar er einnig sagt ljóst að flugvöllurinn og staðsetning hans gegni mikilvægu öryggishlutverki fyrir almenning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×