Lykilleikmenn eru lítið að spila Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. mars 2017 19:00 Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira