Lagði LÍN og er ekki í ábyrgð fyrir fjörutíu ára gömlu námsláni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. mars 2017 21:10 Lánasjóður íslenskra námsmanna vísir/valli Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hefur úrskurðað að Kristján Ari Arason geti ekki talist í ábyrgð fyrir fyrir tæplega fjörutíu ára gömlu námsláni sem kunningi hans tók og Kristján var í ábyrgð fyrir. Ábyrgðin féll niður vegna lagabreytinga árið 1992. Fyrir rúmu ári síðan fékk Kristján Ari tilkynningu frá LÍN þar sem honum var gert kunnugt um að námslán sem hann var í ábyrgð fyrir hafi verið gjaldfelld vegna þess að lántakinn hafi orðið gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánin og var Kristján krafinn um einnar milljón króna greiðslu innan tveggja vikna. Þegar Kristján fór að kanna málið kom í ljós að árið 1992 var lögum um LÍN breytt þannig að námslán sem maðurinn hafði tekið síðar á lífsleiðinni voru sett í forgang varðandi endurgreiðslu. Hafði hann því greitt samviskusamlega inn á nýrri lánin en eldri lánin voru látin mæta afgangi. Þessu mótmælti Kristján Ari. „Það er þvert á ábyrgðarskilmálana sem við skrifuðum undir. Þar stóð skýrum stöfum að endurgreiðslur skyldi hefjast þremur árum eftir námslok en það var ekki gert,“ segir Kristján um lagabreytinguna sem gerði það að verkum að nýrri lán voru sett í forgang.Lánasjóðurinn sótti málið að hörku að sögn Kristjáns.Vísir/ValliEnginn vilji til þess að semjaKristján segir að þegar greiðslukrafan frá LÍN barst honum hafi hann haft sambandi við Lánasjóðinn í von um að hægt væri að semja. Enginn vilji hafi hins vegar verið hjá LÍN til þess og segir hann að LÍN hafi sótt málið af hörku. Á endanum greiddi Kristján Ari kröfuna, þó með þeim fyrirvara um að hún væri réttmætt. Í von um að leysa málið í sátt fór Kristján Ari tvisvar fyrir stjórn LÍN, meðal annars með sáttaboð, án árangurs. „Það stóð aldrei til af minni hálfu að hlaupast undan ábyrgðum á því sem ég bæri ábyrgð á,“ segir Kristján en málið fór að lokum fyrir Málskotsnefnd lánasjóðsins. Í dag fékk Kristján Ari tilkynningu um að hann hefðu unnið málið gegn Lánasjóðinum. Niðurstaða nefndarinnar er sú að lagabreytingin 1992 hafi falið í sér óheimilar og íþyngjandi breytingar gagnvart Kristjáni sem ábyrgðarmanni. Aðgerðir LÍN þessu tengdu hafi verið á ábyrgð sjóðsins og ábyrgðir Kristjáns hafi því fallið niður. Á Kristján því von á endurgreiðslu frá LÍN en hann gagnrýnir að lánasjóðurinn skuli haga sér eins og hver annar fjárfestingarsjóður. „Ég er ánægður með að fá þetta fram og ég yrði líka ánægður ef þetta yrði til þess að stoppa þessa framgöngu LÍN. Þetta er fordæmalaus harka í sjóði sem er ætlaður til þess að tryggja jöfnuð til náms.“ Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Málskotsnefnd Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hefur úrskurðað að Kristján Ari Arason geti ekki talist í ábyrgð fyrir fyrir tæplega fjörutíu ára gömlu námsláni sem kunningi hans tók og Kristján var í ábyrgð fyrir. Ábyrgðin féll niður vegna lagabreytinga árið 1992. Fyrir rúmu ári síðan fékk Kristján Ari tilkynningu frá LÍN þar sem honum var gert kunnugt um að námslán sem hann var í ábyrgð fyrir hafi verið gjaldfelld vegna þess að lántakinn hafi orðið gjaldþrota. Ekkert hafði verið greitt inn á lánin og var Kristján krafinn um einnar milljón króna greiðslu innan tveggja vikna. Þegar Kristján fór að kanna málið kom í ljós að árið 1992 var lögum um LÍN breytt þannig að námslán sem maðurinn hafði tekið síðar á lífsleiðinni voru sett í forgang varðandi endurgreiðslu. Hafði hann því greitt samviskusamlega inn á nýrri lánin en eldri lánin voru látin mæta afgangi. Þessu mótmælti Kristján Ari. „Það er þvert á ábyrgðarskilmálana sem við skrifuðum undir. Þar stóð skýrum stöfum að endurgreiðslur skyldi hefjast þremur árum eftir námslok en það var ekki gert,“ segir Kristján um lagabreytinguna sem gerði það að verkum að nýrri lán voru sett í forgang.Lánasjóðurinn sótti málið að hörku að sögn Kristjáns.Vísir/ValliEnginn vilji til þess að semjaKristján segir að þegar greiðslukrafan frá LÍN barst honum hafi hann haft sambandi við Lánasjóðinn í von um að hægt væri að semja. Enginn vilji hafi hins vegar verið hjá LÍN til þess og segir hann að LÍN hafi sótt málið af hörku. Á endanum greiddi Kristján Ari kröfuna, þó með þeim fyrirvara um að hún væri réttmætt. Í von um að leysa málið í sátt fór Kristján Ari tvisvar fyrir stjórn LÍN, meðal annars með sáttaboð, án árangurs. „Það stóð aldrei til af minni hálfu að hlaupast undan ábyrgðum á því sem ég bæri ábyrgð á,“ segir Kristján en málið fór að lokum fyrir Málskotsnefnd lánasjóðsins. Í dag fékk Kristján Ari tilkynningu um að hann hefðu unnið málið gegn Lánasjóðinum. Niðurstaða nefndarinnar er sú að lagabreytingin 1992 hafi falið í sér óheimilar og íþyngjandi breytingar gagnvart Kristjáni sem ábyrgðarmanni. Aðgerðir LÍN þessu tengdu hafi verið á ábyrgð sjóðsins og ábyrgðir Kristjáns hafi því fallið niður. Á Kristján því von á endurgreiðslu frá LÍN en hann gagnrýnir að lánasjóðurinn skuli haga sér eins og hver annar fjárfestingarsjóður. „Ég er ánægður með að fá þetta fram og ég yrði líka ánægður ef þetta yrði til þess að stoppa þessa framgöngu LÍN. Þetta er fordæmalaus harka í sjóði sem er ætlaður til þess að tryggja jöfnuð til náms.“
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira