Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2017 11:30 Ólafur Örn Haraldsson er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. vísir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. Á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um gjaldtöku í ferðaþjónustu á miðvikudag sagði Ólafur sjóðinn „fáránlegan“ og í samtali við Vísi sagði hann sjóðinn „skelfilegt fyrirbrigði.“ Vegna þess að þjóðgarðurinn fékk ekki pening úr framkvæmdasjóðnum verða byggð vatnssalerni á gamla Valhallarplaninu og á planinu uppi við bílastæðið þar sem gengið er upp í Almannagjá fyrir fé sem þjóðgarðurinn hefur aflað í gegnum bílastæðagjöld og salernisgjöld. Gámaklósett hafa verið á þessum stöðum undanfarin tvö ár. Greint hefur verið frá því að 70 milljónir hafi fengist í bílastæðagjöld á seinasta ári en Ólafur kveðst ekki vera með tölu yfir það hversu mikið hafi fengist í salernisgjöld. Hann segir þó ljóst að það hleypi á tugum milljóna króna.Segir með ólíkindum að þjóðgarðinum hafi verið neitað tvisvar „Þessi gjöld eru þjónustugjöld og það er munur á þjónustugjaldi og skatti, það er að segja þjónustugjaldið verður að vera á pari við útlagðan kostnað við þjónustuna,“ segir Ólafur og nefnir kostnað við viðhald, snjómokstur, sand og vörslu á bílaplönunum.En hvers vegna segir þjóðgarðsvörður að Framkvæmdasjóður ferðamanna sé fáránlegur? „Það er ekki hægt að reka og hafa jafn umfangsmikinn rekstur og jafn umfangsmiklar fjárfestingar sem á svo að bíða með fram vormánuði þar til menn fái að vita hvort að þeir fái eitthvað úr sjóðnum eða ekki. Opinber þjóðgarður eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum þarf að hafa rekstraráætlanir til eins, þriggja og fimm ára. Við erum í fjárfestingum upp á 500 milljónir þar sem við erum að byggja 1000 fermetra við gestastofuna uppi á Haki og svo kosta þessi salernishús sem við vorum að sækja um núna kosta hvort um sig 50 milljónir svo samtals 100 milljónir,“ segir Ólafur og bætir við: „Þarna sækum við um í tvö ár í röð um bráðnauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við þeim vanda sem er hvað mest knýjandi og umtalaður í ferðaþjónustunni á Íslandi, það eru salerni, og þetta eru ekki salerni bara einhvers staðar heldur í þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem fjölmiðlar hafa haft gaman að því að nudda okkur upp úr því að einhver villimaður og gerði þarfir sínar á bak við Þingvallabæinn þó það væru fimm mínútur í næsta salerni. En við höfum talið þetta vera svo brýnt að við teljum með ólíkindum að okkur hafi verið neitað um þetta tvisvar,“ segir Ólafur. Það hafi því verið brugðið á það ráð að nýta peningana sem aflað hefur verið með bílastæðagjöldum og salernisgjöldum til að byggja vatnssalernin.Óttast að sjálfsafla fé Þingvalla verði tekið og sett í miðlæga stofnun „Þetta sýnir að ef við hefðum ekki lagt á bílastæðagjöld og haft forgöngu um það þá stæðum við uppi núna án viðunandi bílastæða, með þau salerni sem við höfum núna í niðurníslu og gætum ekki lagt til þessi vatnssalerni núna í sumar né hafa leigt gámaklósett fyrir 20 milljónir eins og við gerðum í fyrra. Þetta sýnir það hvað það er dýrmætt að við höfum frelsi til að nýta okkar sjálfsafla fé og ég óttast að þjóðgarðurinn á Þingvöllum verði settur inn í einhvers konar miðlæga stofnun, okkar sjálfsafla fé tekið og því deilt út.“ Ólafur segir að það eigi ekki að beina þjóðgörðunum í að sækja um fé í framkvæmdasjóð heldur eigi þeir einfaldlega að fá meira fé á fjárlögum. Sjálfsagt sé að starfrækja framkvæmdasjóðinn þar sem einkaaðilar geti sótt um stuðning fyrir uppbyggingu og öðru slíku. „Þetta er einfaldlega galið fyrirkomulag að ætla ríkisstofnun eins og okkur að reka fjárfestingar og viðhald með fé frá þessum framkvæmdasjóði. Þetta er bara eitt af því sem þarf að laga en þetta seinlæti kerfisins er mjög þreytandi og dregur úr öllum framvirkum framkvæmdum en við höfum engan tíma. Það komu 1,2 milljónir ferðamanna á Þingvelli í fyrra og það munu koma 1,5 milljónir í sumar og þá fá við þetta svar, nei. Þetta er ekki björgulegt.“ Aðspurður hvort hann hafi fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna Þingvellir fengu ekki fé úr sjóðnum segir hann svo ekki vera en að hann hafi óskað formlega eftir skýringum og bíði svara. Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. 30. maí 2016 07:00 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Ferðamálastjóri segir viðbúið að úthlutanir verði afturkallaðar ljúki styrkþegar ekki framkvæmdum 14. janúar 2017 18:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. Á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um gjaldtöku í ferðaþjónustu á miðvikudag sagði Ólafur sjóðinn „fáránlegan“ og í samtali við Vísi sagði hann sjóðinn „skelfilegt fyrirbrigði.“ Vegna þess að þjóðgarðurinn fékk ekki pening úr framkvæmdasjóðnum verða byggð vatnssalerni á gamla Valhallarplaninu og á planinu uppi við bílastæðið þar sem gengið er upp í Almannagjá fyrir fé sem þjóðgarðurinn hefur aflað í gegnum bílastæðagjöld og salernisgjöld. Gámaklósett hafa verið á þessum stöðum undanfarin tvö ár. Greint hefur verið frá því að 70 milljónir hafi fengist í bílastæðagjöld á seinasta ári en Ólafur kveðst ekki vera með tölu yfir það hversu mikið hafi fengist í salernisgjöld. Hann segir þó ljóst að það hleypi á tugum milljóna króna.Segir með ólíkindum að þjóðgarðinum hafi verið neitað tvisvar „Þessi gjöld eru þjónustugjöld og það er munur á þjónustugjaldi og skatti, það er að segja þjónustugjaldið verður að vera á pari við útlagðan kostnað við þjónustuna,“ segir Ólafur og nefnir kostnað við viðhald, snjómokstur, sand og vörslu á bílaplönunum.En hvers vegna segir þjóðgarðsvörður að Framkvæmdasjóður ferðamanna sé fáránlegur? „Það er ekki hægt að reka og hafa jafn umfangsmikinn rekstur og jafn umfangsmiklar fjárfestingar sem á svo að bíða með fram vormánuði þar til menn fái að vita hvort að þeir fái eitthvað úr sjóðnum eða ekki. Opinber þjóðgarður eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum þarf að hafa rekstraráætlanir til eins, þriggja og fimm ára. Við erum í fjárfestingum upp á 500 milljónir þar sem við erum að byggja 1000 fermetra við gestastofuna uppi á Haki og svo kosta þessi salernishús sem við vorum að sækja um núna kosta hvort um sig 50 milljónir svo samtals 100 milljónir,“ segir Ólafur og bætir við: „Þarna sækum við um í tvö ár í röð um bráðnauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við þeim vanda sem er hvað mest knýjandi og umtalaður í ferðaþjónustunni á Íslandi, það eru salerni, og þetta eru ekki salerni bara einhvers staðar heldur í þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem fjölmiðlar hafa haft gaman að því að nudda okkur upp úr því að einhver villimaður og gerði þarfir sínar á bak við Þingvallabæinn þó það væru fimm mínútur í næsta salerni. En við höfum talið þetta vera svo brýnt að við teljum með ólíkindum að okkur hafi verið neitað um þetta tvisvar,“ segir Ólafur. Það hafi því verið brugðið á það ráð að nýta peningana sem aflað hefur verið með bílastæðagjöldum og salernisgjöldum til að byggja vatnssalernin.Óttast að sjálfsafla fé Þingvalla verði tekið og sett í miðlæga stofnun „Þetta sýnir að ef við hefðum ekki lagt á bílastæðagjöld og haft forgöngu um það þá stæðum við uppi núna án viðunandi bílastæða, með þau salerni sem við höfum núna í niðurníslu og gætum ekki lagt til þessi vatnssalerni núna í sumar né hafa leigt gámaklósett fyrir 20 milljónir eins og við gerðum í fyrra. Þetta sýnir það hvað það er dýrmætt að við höfum frelsi til að nýta okkar sjálfsafla fé og ég óttast að þjóðgarðurinn á Þingvöllum verði settur inn í einhvers konar miðlæga stofnun, okkar sjálfsafla fé tekið og því deilt út.“ Ólafur segir að það eigi ekki að beina þjóðgörðunum í að sækja um fé í framkvæmdasjóð heldur eigi þeir einfaldlega að fá meira fé á fjárlögum. Sjálfsagt sé að starfrækja framkvæmdasjóðinn þar sem einkaaðilar geti sótt um stuðning fyrir uppbyggingu og öðru slíku. „Þetta er einfaldlega galið fyrirkomulag að ætla ríkisstofnun eins og okkur að reka fjárfestingar og viðhald með fé frá þessum framkvæmdasjóði. Þetta er bara eitt af því sem þarf að laga en þetta seinlæti kerfisins er mjög þreytandi og dregur úr öllum framvirkum framkvæmdum en við höfum engan tíma. Það komu 1,2 milljónir ferðamanna á Þingvelli í fyrra og það munu koma 1,5 milljónir í sumar og þá fá við þetta svar, nei. Þetta er ekki björgulegt.“ Aðspurður hvort hann hafi fengið einhverjar skýringar á því hvers vegna Þingvellir fengu ekki fé úr sjóðnum segir hann svo ekki vera en að hann hafi óskað formlega eftir skýringum og bíði svara.
Tengdar fréttir 610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53 Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. 30. maí 2016 07:00 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Ferðamálastjóri segir viðbúið að úthlutanir verði afturkallaðar ljúki styrkþegar ekki framkvæmdum 14. janúar 2017 18:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
610 milljónum króna úthlutað vegna ferðamannastaða Hæsti styrkurinn í þessari úthlutun er að upphæð 60 milljónir króna til verkefna í Landmannalaugum. Næsthæsti styrkurinn nemur 31,2 milljónum vegna verkefna í Rauðfeldargjá á Snæfellsnesi. 15. mars 2017 10:53
Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. 30. maí 2016 07:00
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Ferðamálastjóri segir viðbúið að úthlutanir verði afturkallaðar ljúki styrkþegar ekki framkvæmdum 14. janúar 2017 18:45