Landsliðsmenn Kósóvó eiga landsleiki með sjö mismunandi þjóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 18:00 Slegið á létta strengi á æfingu landsliðs Kósóvó í gær. Vísir/EPA Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira