Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel 25. mars 2017 21:45 Arjen Robben, leikmaður Hollands. vísir/getty Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Vonir hollenska landsliðsins um sæti á Heimsmeistaramótinu virðast vera að hverfa hægt og bítandi eftir óvænt 0-2 tap gegn Búlgaríu í kvöld en eftir leiki kvöldsins er Holland sex stigum á eftir toppliði Frakklands. Flestir áttu eflaust von á nokkuð öruggum sigri Hollendinga í kvöld en Spas Delev kom Búlgaríu yfir á 5. mínútu og fimmtán mínútum síðar var hann búinn að bæta við öðru marki. Danny Blind, þjálfari hollenska liðsins, reyndi að hreyfa við liðinu og koma sínum mönnum stað en án árangurs og fögnuðu Búlgarar því óvæntum sigri að leik loknum. Nágrannar Hollendinga í Belgíu áttu ekki betra kvöld en þeir þurftu að sætta sig við stig á heimavelli gegn Grikklandi þrátt fyrir að gríska liðið hafi fengið tvö rauð spjöld í leiknum. Konstantinos Mitroglou kom Grikklandi óvænt yfir með fyrstu marktilraun Grikkja í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hálftíma fyrir leikslok fékk Panagiotis Tachtsidis sitt annað gula spjald og léku Grikkirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Romelu Lukaku jafnaði metin á 89. mínútu en í uppbótartíma var Georgios Tzavellas vikið af velli með seinna gula spjald sitt og voru gestirnir því aðeins níu síðustu mínútu leiksins. Það kom ekki að sök þar sem dómari leiksins sem hafði í nógu að snúast flautaði leikinn af stuttu síðar. Þá vann Frakkland 3-1 sigur á Lúxemborg á útivelli en Aurelien Joachim náði óvænt að jafna metin á 31. mínútu eftir að Olivier Giroud kom Frakklandi yfir. Antonio Griezmann kom Frökkum yfir á nýjan leik af vítapunktinum á 37. mínútu en Giroud innsiglaði sigurinn korteri fyrir leikslok með þriðja marki Frakklands.Úrslit kvöldsins: Belgía 1-1 Grikkland Búlgaría 2-0 Holland Lúxemborg 1-3 Frakkland Portúgal 3-0 Ungverjaland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira