„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 13:58 Verksmiðja United Silicon er afar umdeilt. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“ Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. Bæjarstjórnin hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað þangað til fyrirtækið geri úrbætur til þess að koma í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni. „Ef að menn eru ekki tilbúnir til þess að fylgja því eftir sem þeir eiga að gera og standast þau viðmið sem eru í gildi verður bara að loka verksmiðjunni á meðan. Við erum bara búin að fá nóg,“ segir Fríðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar í samtali við Vísi.DV greindi frá því í síðustu viku að arsen hefði mælst í tuttugufalt meira mæli í grennd við verksmiðjuna en gert var ráð fyrir við umhverfismat. Arsen er eitrað efni og sýnt hefur verið fram á tengsl á milli þess og krabbameins.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.VísirHafa takmarkað vald „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá,“ segir í bréfi sem Guðbrandur Einarsson, formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sendi til Umhverfisstofnunar í gær. „Við höfum sagt það að heilsa íbúa gengur fyrir, þetta snýst ekki um peninga,“ segir Friðjón og bendir á að sveitarfélagið hafi í raun takmarkað vald til þess að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Vandamálið hjá okkur er að sveitarfélagið úthlutar lóðum fyrir fyrirtæki en svo er allt eftirlit í höndum annarra aðila eins og Vinnueftirlits, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og við höfum ekkert vald þar,“ segir Friðjón. Nokkrar vikur eru síðan forsvarsmenn United Silicon funduðu með bæjaryfirvöldum þar sem komið var á framfæri þeim áhyggjum sem bæjarbúar hafa haft vegna mengunar frá verksmiðjunni. Friðjón segist vita af því að fyrirtækið sé að vinna að því að bæta úr sínum málum og bæjaryfirvöld geti ekki kvartað yfir samskiptum við forsvarsmenn fyrirtækisins. Þolinmæðin sé hins vegar einfaldlega á þrotum. „Það hefur verið lykt hérna síðustu viku og alla helgina. Okkur finnst þolinmæði íbúa vera á þrotum. Við höfum verið þolinmóð öll saman en nú þurfti bara að stíga þetta skref.“
Tengdar fréttir United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
United Silicon neitað um sex mánaða frest til að stöðva mengun kísilversins Umhverfisstofnun ætlar ekki að verða við ósk United Silicon um að fyrirtækið fái sex mánaða frest til að bæta úr mengunarmálum og frávikum frá starfsleyfi þess. 16. mars 2017 09:17
United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01
Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Embætti landlæknis sendir frá sér yfirlýsingu. 13. mars 2017 13:58
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00