United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 19:01 Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf. Vilja þeir að Umhverfisstofnun rökstyðji kröfu sína um að ráðast þurfi í úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðjunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon. Í gær var greint frá því að starfsmenn Umhverfisstofnunar telji nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar.Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Að mati Umhverfisstofnunar gæti svo farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Sjá einnig: Gæti þurft að stöðva rekstur United SiliconÍ yfirlýsingu United Silicon segir að það sé „umhugsunarefni að bréf með athugasemdum Umhverfisstofnunar um rekstur verksmiðjunnar fyrr í þessari viku, skuli strax næsta dag hafa verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum.“Tvær kísilverksmiðjur verða starfræktar í Helguvík.vísir/GVAGera stjórnendur United Silicon þá kröfu að Umhverfisstofnun tilgreini með hvaða gögnum stofnunin byggi þá skoðun sína að „að mengun frá verksmiðju United Silicon sé svo mikið vandamál að ráðast þurfi í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar og jafnvel að stöðva reksturinn tímabundið.“ Að mati stjórnenda United Silicon séu þetta „alvarlegar hótanir sem verður að rökstyðja málefnalega með mælanlegum gögnum.“ Þá segir einnig í yfirlýsingu United Silicon að kvartað hafi verið undan lyktarmengun frá verksmiðjunni en því sé „slegið föstu að meint lykt sé ólykt og þar með mengun í skilningi laga.“ „Án þess að stjórnendur verksmiðjunnar vilji á nokkurn hátt gera lítið úr óþægindum sem lykt getur valdið verður enn og aftur að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun skilgreini hvenær lykt breytist í ólykt og þar með í mengun,“ að því er segir í yfirlýsingu United Silcon sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Athugasemd frá United Silicon„Af gefnu tilefni vilja stjórnendur verksmiðju United Silicon í Helguvík benda á að stöðugar mælingar, framkvæmdar af óháðum aðila, hafa verið gerðar á umhverfisáhrifum starfseminnar frá því hún hófst í nóvember síðast liðnum. Hægt er að fylgjast með mælingunum í rauntíma á vefsíðunni andvari.is. Hingað til hafa þessar mælingar ekki sýnt nein marktæk umhverfisáhrif frá verksmiðjunni og þau litlu frávik sem komið hafa fram eru öll langt undir lögboðnum viðmiðunarmörkum.Það er umhugsunarefni að bréf með athugasemdum Umhverfisstofnunar um rekstur verksmiðjunnar fyrr í þessari viku, skuli strax næsta dag hafa verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Þetta gerist áður en stjórnendum verksmiðjunnar gafst ráðrúm til að kynna sér efni þess til hlítar og áður en réttur fyrirtækisins til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri rann út. Þetta vekur óhjákvæmilega upp spurningar um eðlilega stjórnsýslu. Við hljótum að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun tilgreini á hvaða gögnum stofnunin byggir þá skoðun sína að mengun frá verksmiðju United Silicon sé svo mikið vandamál að ráðast þurfi í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar og jafnvel að stöðva reksturinn tímabundið. Þetta eru alvarlegar hótanir sem verður að rökstyðja málefnalega með mælanlegum gögnum.Í umræddu bréfi er einnig vísað til þess að kvartað hafi verið undan lyktarmengun frá verksmiðjunni og er því slegið föstu að meint lykt sé ólykt og þar með mengun í skilningi laga. Án þess að stjórnendur verksmiðjunnar vilji á nokkurn hátt gera lítið úr óþægindum sem lykt getur valdið verður enn og aftur að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun skilgreini hvenær lykt breytist í ólykt og þar með í mengun. Við hvaða skilgreiningar og mælingar er stuðst í þeim efnum? Þess má geta að forráðamönnum United Silicon er kunnugt um að Umhverfisstofnun hafa einnig borist yfirlýsingar frá íbúum sem segjast enga lykt hafa fundið sem rekja megi til verksmiðju United Silicon.Það er vissulega umhugsunarefni að í 16 þúsund manna byggðalagi skuli grunsemdir um uppruna lyktarmengunar eingöngu beinast að rekstri United Silicon þótt ljóst sé að lykt gæti borist frá starfsemi mun fleiri fyrirtækja á svæðinu.Ef nýta á óskilgreinda lykt og órökstuddar staðhæfingar um mengun, sem ekki kemur fram á mælum, til að rökstyðja stórfelld inngrip í rekstur iðnfyrirtækja á Íslandi er tímabært að staldra við og hugleiða hvort allrar sanngirni og meðalhófs sé gætt. Til þessa hafa forráðamenn United Silicon átt gott og faglegt samstarf við Umhverfisstofnun og vonum við að svo verði áfram.“ Tengdar fréttir Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 Rýna í bréf Umhverfisstofu í dag „Við fáum þetta bréf í hádeginu í dag. Við þurfum að svara því fyrir 7. mars og það er hreinlega ekki búið að taka neina ákvörðun um hvernig því verður svarað,“ segir Kristleifur Andrésson 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf. Vilja þeir að Umhverfisstofnun rökstyðji kröfu sína um að ráðast þurfi í úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðjunnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon. Í gær var greint frá því að starfsmenn Umhverfisstofnunar telji nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar.Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Að mati Umhverfisstofnunar gæti svo farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Sjá einnig: Gæti þurft að stöðva rekstur United SiliconÍ yfirlýsingu United Silicon segir að það sé „umhugsunarefni að bréf með athugasemdum Umhverfisstofnunar um rekstur verksmiðjunnar fyrr í þessari viku, skuli strax næsta dag hafa verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum.“Tvær kísilverksmiðjur verða starfræktar í Helguvík.vísir/GVAGera stjórnendur United Silicon þá kröfu að Umhverfisstofnun tilgreini með hvaða gögnum stofnunin byggi þá skoðun sína að „að mengun frá verksmiðju United Silicon sé svo mikið vandamál að ráðast þurfi í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar og jafnvel að stöðva reksturinn tímabundið.“ Að mati stjórnenda United Silicon séu þetta „alvarlegar hótanir sem verður að rökstyðja málefnalega með mælanlegum gögnum.“ Þá segir einnig í yfirlýsingu United Silicon að kvartað hafi verið undan lyktarmengun frá verksmiðjunni en því sé „slegið föstu að meint lykt sé ólykt og þar með mengun í skilningi laga.“ „Án þess að stjórnendur verksmiðjunnar vilji á nokkurn hátt gera lítið úr óþægindum sem lykt getur valdið verður enn og aftur að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun skilgreini hvenær lykt breytist í ólykt og þar með í mengun,“ að því er segir í yfirlýsingu United Silcon sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.Athugasemd frá United Silicon„Af gefnu tilefni vilja stjórnendur verksmiðju United Silicon í Helguvík benda á að stöðugar mælingar, framkvæmdar af óháðum aðila, hafa verið gerðar á umhverfisáhrifum starfseminnar frá því hún hófst í nóvember síðast liðnum. Hægt er að fylgjast með mælingunum í rauntíma á vefsíðunni andvari.is. Hingað til hafa þessar mælingar ekki sýnt nein marktæk umhverfisáhrif frá verksmiðjunni og þau litlu frávik sem komið hafa fram eru öll langt undir lögboðnum viðmiðunarmörkum.Það er umhugsunarefni að bréf með athugasemdum Umhverfisstofnunar um rekstur verksmiðjunnar fyrr í þessari viku, skuli strax næsta dag hafa verið umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Þetta gerist áður en stjórnendum verksmiðjunnar gafst ráðrúm til að kynna sér efni þess til hlítar og áður en réttur fyrirtækisins til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri rann út. Þetta vekur óhjákvæmilega upp spurningar um eðlilega stjórnsýslu. Við hljótum að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun tilgreini á hvaða gögnum stofnunin byggir þá skoðun sína að mengun frá verksmiðju United Silicon sé svo mikið vandamál að ráðast þurfi í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar og jafnvel að stöðva reksturinn tímabundið. Þetta eru alvarlegar hótanir sem verður að rökstyðja málefnalega með mælanlegum gögnum.Í umræddu bréfi er einnig vísað til þess að kvartað hafi verið undan lyktarmengun frá verksmiðjunni og er því slegið föstu að meint lykt sé ólykt og þar með mengun í skilningi laga. Án þess að stjórnendur verksmiðjunnar vilji á nokkurn hátt gera lítið úr óþægindum sem lykt getur valdið verður enn og aftur að gera þá kröfu að Umhverfisstofnun skilgreini hvenær lykt breytist í ólykt og þar með í mengun. Við hvaða skilgreiningar og mælingar er stuðst í þeim efnum? Þess má geta að forráðamönnum United Silicon er kunnugt um að Umhverfisstofnun hafa einnig borist yfirlýsingar frá íbúum sem segjast enga lykt hafa fundið sem rekja megi til verksmiðju United Silicon.Það er vissulega umhugsunarefni að í 16 þúsund manna byggðalagi skuli grunsemdir um uppruna lyktarmengunar eingöngu beinast að rekstri United Silicon þótt ljóst sé að lykt gæti borist frá starfsemi mun fleiri fyrirtækja á svæðinu.Ef nýta á óskilgreinda lykt og órökstuddar staðhæfingar um mengun, sem ekki kemur fram á mælum, til að rökstyðja stórfelld inngrip í rekstur iðnfyrirtækja á Íslandi er tímabært að staldra við og hugleiða hvort allrar sanngirni og meðalhófs sé gætt. Til þessa hafa forráðamenn United Silicon átt gott og faglegt samstarf við Umhverfisstofnun og vonum við að svo verði áfram.“
Tengdar fréttir Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15 Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 Rýna í bréf Umhverfisstofu í dag „Við fáum þetta bréf í hádeginu í dag. Við þurfum að svara því fyrir 7. mars og það er hreinlega ekki búið að taka neina ákvörðun um hvernig því verður svarað,“ segir Kristleifur Andrésson 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Segir mengun aldrei hafa nálgast viðmiðunar- eða hættumörk. 27. nóvember 2016 14:15
Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. 23. febrúar 2017 16:39
Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56
Rýna í bréf Umhverfisstofu í dag „Við fáum þetta bréf í hádeginu í dag. Við þurfum að svara því fyrir 7. mars og það er hreinlega ekki búið að taka neina ákvörðun um hvernig því verður svarað,“ segir Kristleifur Andrésson 24. febrúar 2017 07:00