Viðskipti innlent

Hlutabréf í HB Granda lækka

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi.
Rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi. vísir/gva
Það sem af er degi hefur gengi hlutabréfa í HB Granda lækkað um 3,83 prósent í 133 milljón króna viðskiptum. Líklega má rekja lækkunina til fregna af því að HB Grandi mun draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði, því útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og hafa rekstrarhorfur ekki verið lakari í áratugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Eins og Vísir greindi frá í morgun mun Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, funda með forstjóra HB Granda síðar í dag vegna málsins. Aðspurður hvort hópuppsagnir séu í vændum segist hann ekki geta staðfest það að svo stöddu, þó vissulega sé útlit fyrir uppsagnir. Kallað verði eftir skýringum. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×