Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. mars 2017 19:59 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Vísir/GVA Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur en dómur í máli Gnár gegn íslenska ríkinu var kveðinn upp í dag. Úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní árið 2015 að innanríkisráðuneytið hafi brotið lög í ráðningaferli í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Þann 21. febrúar 2014 auglýsti innanríkisráðuneytið lausar til umsóknar þrjár stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna á löggæslusviði við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Um stöðurnar þrjár bárust 51 umsókn, en þar af voru 11 umsækjendur konur. Af þeim sem sóttu um voru 25 umsækjendur taldir uppfylla hæfisskilyrðin sem sett voru fram í auglýsingu. Var þeim boðið í fyrsta starfsviðtal. G ná var í hópi þeirra sem komust í fyrsta starfsviðtal, en auk hennar voru tvær aðrar konur boðaðar í það viðtal. Gná komst ekki áfram í ráðningarferlinu og var því ekki meðal þeirra tíu umsækjenda sem hæfnismatsnefndin mat hæfasta. Þann 26. maí 2014 voru svo þrír karlmenn settir í hinar þrjár auglýstu stöður.Gná Guðjónsdóttirvísir/andriFjórtán ára reynsla Gná starfaði sem lögreglukona í rúm fjórtán ár, eða frá árinu 1997. Vegna starfa sinna hjá lögreglunni varði hún meðal annars tveimur árum í friðargæslu í Líberíu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún var hluti af fimm hundruð manna sveit sem hafði meðal annars það hlutverk að þjálfa 4.500 manna lögreglulið í Líberíu. Hlutverk hennar í Líberíu var að vera svokallaður „coordinator“. Hún tók þátt í að samhæfa störf lögregluliðsins og hafa samskipti við fjölmarga aðila. Eftir að hún kom heim frá Líberíu starfaði hún í eitt ár innan lögreglunnar hérlendis áður en hún sagði upp og tók starf í Afganistan. Í viðtali við Fréttablaðið í júní árið 2015 sagði Gná að það hafi ekki endilega komið henni á óvart að hafa ekki verið ráðin sem aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Ég vissi að ráðherra var í sjálfsvald sett að kalla aðra í viðtal svo ég var ekki búin að hafna þessu algjörlega. Ég hafði heyrt ráðherra segja að hlutirnir myndu breytast og konum myndi fjölga.“ Það hafi því komið henni á óvart þegar í ljós kom að karlar voru ráðnir í öll þrjú embættin.Gert lítið úr starfsreynslu og menntun Krafa Gnár um miskabætur byggðist á því að í ráðningarferlinu hafi verið gert lítið úr allri starfsreynslu hennar og menntun og í því hafi falist meingarð gegn æru hennar og persónu. „Að þeirri niðurstöðu var komist í úrskurði kærunefndar jafnréttismála 12. júní 2015 að stefndi hafi, í ráðningarferlinu, mismunað stefnanda á grundvelli kynferðis hennar og þannig brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008. Verður að telja slík brot almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir slíkri mismunun verður miska. Í ljósi þess hvernig brotið var gegn stefnanda í málinu verður talið að uppfyllt séu skilyrði 31. gr. laga nr. 10/2008 til þess að dæma stefnanda miskabætur,“ segir í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hæfilegar miskabætur væru 800 þúsund krónur og bera bæturnar dráttarvexti frá 17. ágúst 2015 en þá var liðinn mánuður frá bréfi lögmanns stefnanda til stefnda með boði um að ljúka málinu með greiðslu á fébótum og miskabótum. Tengdar fréttir Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur en dómur í máli Gnár gegn íslenska ríkinu var kveðinn upp í dag. Úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í júní árið 2015 að innanríkisráðuneytið hafi brotið lög í ráðningaferli í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Þann 21. febrúar 2014 auglýsti innanríkisráðuneytið lausar til umsóknar þrjár stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna á löggæslusviði við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Um stöðurnar þrjár bárust 51 umsókn, en þar af voru 11 umsækjendur konur. Af þeim sem sóttu um voru 25 umsækjendur taldir uppfylla hæfisskilyrðin sem sett voru fram í auglýsingu. Var þeim boðið í fyrsta starfsviðtal. G ná var í hópi þeirra sem komust í fyrsta starfsviðtal, en auk hennar voru tvær aðrar konur boðaðar í það viðtal. Gná komst ekki áfram í ráðningarferlinu og var því ekki meðal þeirra tíu umsækjenda sem hæfnismatsnefndin mat hæfasta. Þann 26. maí 2014 voru svo þrír karlmenn settir í hinar þrjár auglýstu stöður.Gná Guðjónsdóttirvísir/andriFjórtán ára reynsla Gná starfaði sem lögreglukona í rúm fjórtán ár, eða frá árinu 1997. Vegna starfa sinna hjá lögreglunni varði hún meðal annars tveimur árum í friðargæslu í Líberíu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Hún var hluti af fimm hundruð manna sveit sem hafði meðal annars það hlutverk að þjálfa 4.500 manna lögreglulið í Líberíu. Hlutverk hennar í Líberíu var að vera svokallaður „coordinator“. Hún tók þátt í að samhæfa störf lögregluliðsins og hafa samskipti við fjölmarga aðila. Eftir að hún kom heim frá Líberíu starfaði hún í eitt ár innan lögreglunnar hérlendis áður en hún sagði upp og tók starf í Afganistan. Í viðtali við Fréttablaðið í júní árið 2015 sagði Gná að það hafi ekki endilega komið henni á óvart að hafa ekki verið ráðin sem aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Ég vissi að ráðherra var í sjálfsvald sett að kalla aðra í viðtal svo ég var ekki búin að hafna þessu algjörlega. Ég hafði heyrt ráðherra segja að hlutirnir myndu breytast og konum myndi fjölga.“ Það hafi því komið henni á óvart þegar í ljós kom að karlar voru ráðnir í öll þrjú embættin.Gert lítið úr starfsreynslu og menntun Krafa Gnár um miskabætur byggðist á því að í ráðningarferlinu hafi verið gert lítið úr allri starfsreynslu hennar og menntun og í því hafi falist meingarð gegn æru hennar og persónu. „Að þeirri niðurstöðu var komist í úrskurði kærunefndar jafnréttismála 12. júní 2015 að stefndi hafi, í ráðningarferlinu, mismunað stefnanda á grundvelli kynferðis hennar og þannig brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008. Verður að telja slík brot almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir slíkri mismunun verður miska. Í ljósi þess hvernig brotið var gegn stefnanda í málinu verður talið að uppfyllt séu skilyrði 31. gr. laga nr. 10/2008 til þess að dæma stefnanda miskabætur,“ segir í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hæfilegar miskabætur væru 800 þúsund krónur og bera bæturnar dráttarvexti frá 17. ágúst 2015 en þá var liðinn mánuður frá bréfi lögmanns stefnanda til stefnda með boði um að ljúka málinu með greiðslu á fébótum og miskabótum.
Tengdar fréttir Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Lög brotin: Karlar fengu forgjöf þegar ráðið var í yfirmannsstöðu hjá lögreglu Innanríkisráðuneytið braut lög við ráðningu þriggja karla í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu. Kona sem gegnt hafði yfirmannsstöðu á vegum Sameinuðu þjóðanna komst ekki í lokaúrtakið. 22. júní 2015 07:15