Brassar langfyrstir að tryggja sér sæti á HM og settu met Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 07:30 Neymar fagnar marki sínu. vísir/getty Brasilía varð í nótt fyrsta þjóðin til að tryggja sér farseðilinn á HM 2018 í fótbolta á eftir gestgjöfum Rússlands en það gerðu þeir með sannfærandi 3-0 sigri á Paragvæ í undankeppni Suður-Ameríku. Philippe Coutinho, Neymar og Marcelo skoruðu mörkin fyrir Brassana sem eru á gríðarlegri siglinu þessi misserin og eru ekki búnir að tapa í undankeppninni í þrettán leikjum í röð eða síðan Síle lagði þá í fyrstu umferð undankeppninnar. Síðan Brasilía tapaði fyrir Síle 8. október 2015 er liðið búið að vinna tíu leiki og gera þrjú jafntefli án þess að tapa en Brasilíumenn eru langefstir í riðlinum með 33 stig. Brassar tryggðu sér endanlega sætið á HM í Rússlandi þegar Perú lagði Úrúgvæ skömmu eftir að leik Brasilíu var lokið. Ellefu stigum munar á Brössum og Argentínumönnum sem eru í fimmta sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir. Fjögur efstu liðin í undankeppni Suður-Ameríku komast á HM. Brasilíumenn settu met með því að tryggja sér sæti á HM svona snemma en aldrei áður hefur lið tryggt sér þátttökurétt á HM í mars árið áður en mótið fer fram eftir að fjölgað var í 32 lið fyrir HM 1998 í Frakklandi. Kólumbía vann Ekvador og er í öðru sæti með 24 stig en Úrúgvæ og Síle koma næst með 23 stig. Argentínumenn eru í vandræðum með 22 stig en Messi og félagar myndu fara í umspil ef undankeppninni lyki eins og staðan er í dag. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira
Brasilía varð í nótt fyrsta þjóðin til að tryggja sér farseðilinn á HM 2018 í fótbolta á eftir gestgjöfum Rússlands en það gerðu þeir með sannfærandi 3-0 sigri á Paragvæ í undankeppni Suður-Ameríku. Philippe Coutinho, Neymar og Marcelo skoruðu mörkin fyrir Brassana sem eru á gríðarlegri siglinu þessi misserin og eru ekki búnir að tapa í undankeppninni í þrettán leikjum í röð eða síðan Síle lagði þá í fyrstu umferð undankeppninnar. Síðan Brasilía tapaði fyrir Síle 8. október 2015 er liðið búið að vinna tíu leiki og gera þrjú jafntefli án þess að tapa en Brasilíumenn eru langefstir í riðlinum með 33 stig. Brassar tryggðu sér endanlega sætið á HM í Rússlandi þegar Perú lagði Úrúgvæ skömmu eftir að leik Brasilíu var lokið. Ellefu stigum munar á Brössum og Argentínumönnum sem eru í fimmta sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir. Fjögur efstu liðin í undankeppni Suður-Ameríku komast á HM. Brasilíumenn settu met með því að tryggja sér sæti á HM svona snemma en aldrei áður hefur lið tryggt sér þátttökurétt á HM í mars árið áður en mótið fer fram eftir að fjölgað var í 32 lið fyrir HM 1998 í Frakklandi. Kólumbía vann Ekvador og er í öðru sæti með 24 stig en Úrúgvæ og Síle koma næst með 23 stig. Argentínumenn eru í vandræðum með 22 stig en Messi og félagar myndu fara í umspil ef undankeppninni lyki eins og staðan er í dag.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Sjá meira