Köfurum í Silfru verður fækkað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 19:00 Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26
Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?