Fyrirlestri Þórdísar og Tom mótmælt: „Mér finnst nauðgari vera að hagnast á nauðgun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 13:04 Mótmælendur fyrir utan Royal Festival Hall Vísir Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. Fyrirlestur þeirra hafði verið tekinn af dagskrá ráðstefnu vegna andmæla mótmælenda og færður til gærkvöldsins. BBC greinir frá.„Það er nauðgari í byggingunni,“ kölluðu mótmælendur fyrir utan ráðstefnusalinn á meðan þeir reyndu að meina gestum aðgang að húsinu. Mótmælendur voru vopnaðir gjallarhornum og skiltum. Þórdís Elva og Tom hafa sem kunnugt er haldið fyrirlestra um efni bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra mörgum árum eftir að Tom nauðgaði Þórdísi Elvu hér á landi. Fyrirlesturinn í gær átti upphaflega að fara fram á ráðstefnu í London um helgina en eftir að fjölmargar undirskriftir söfnuðust til þess að mótmæla því að að Tom fengi að stíga á svið var ákveðið að taka fyrirlesturinn af dagskrá ráðstefnunnar og halda hann í gær. Mótmælendur eru ósáttir við það að maður sem framið hafi nauðgun fái tækifæri til þess að tjá sínar skoðanir enda gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég er hér vegna þess að mér finnst að nauðgari sé að hagnast á nauðgun,“ sagði Diane Langford, einn af mótmælendunum. Hún er 75 ára og var nauðgað á unga aldri. Bók Þórdísar Elvu og Tom hefur vakið heimsathygli, ekki síst eftir að TED-fyrirlestur þeirra um efni bókarinnar var birtur. Hafa þau ferðast víða um heim með fyrirlestur sinn, meðal annars til Ástralíu þar sem Þórdís Elva var gestur í sjónvarpsþættinum Q&A. Þá er fyrirhugað að þau haldi fyrirlestur hér á landi í næstu viku. Þá voru þau gestir í þætti Newsnight, fréttaþætti BBC, á dögunum þar sem þau ræddu bókina og þá gagnrýni sem þau hafa fengið á sig. Tengdar fréttir Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. Fyrirlestur þeirra hafði verið tekinn af dagskrá ráðstefnu vegna andmæla mótmælenda og færður til gærkvöldsins. BBC greinir frá.„Það er nauðgari í byggingunni,“ kölluðu mótmælendur fyrir utan ráðstefnusalinn á meðan þeir reyndu að meina gestum aðgang að húsinu. Mótmælendur voru vopnaðir gjallarhornum og skiltum. Þórdís Elva og Tom hafa sem kunnugt er haldið fyrirlestra um efni bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra mörgum árum eftir að Tom nauðgaði Þórdísi Elvu hér á landi. Fyrirlesturinn í gær átti upphaflega að fara fram á ráðstefnu í London um helgina en eftir að fjölmargar undirskriftir söfnuðust til þess að mótmæla því að að Tom fengi að stíga á svið var ákveðið að taka fyrirlesturinn af dagskrá ráðstefnunnar og halda hann í gær. Mótmælendur eru ósáttir við það að maður sem framið hafi nauðgun fái tækifæri til þess að tjá sínar skoðanir enda gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég er hér vegna þess að mér finnst að nauðgari sé að hagnast á nauðgun,“ sagði Diane Langford, einn af mótmælendunum. Hún er 75 ára og var nauðgað á unga aldri. Bók Þórdísar Elvu og Tom hefur vakið heimsathygli, ekki síst eftir að TED-fyrirlestur þeirra um efni bókarinnar var birtur. Hafa þau ferðast víða um heim með fyrirlestur sinn, meðal annars til Ástralíu þar sem Þórdís Elva var gestur í sjónvarpsþættinum Q&A. Þá er fyrirhugað að þau haldi fyrirlestur hér á landi í næstu viku. Þá voru þau gestir í þætti Newsnight, fréttaþætti BBC, á dögunum þar sem þau ræddu bókina og þá gagnrýni sem þau hafa fengið á sig.
Tengdar fréttir Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32
Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40
Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38
Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05
Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09