Við spennum bogann svolítið hátt og látum illa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 09:45 "Verkið er dálítil mósaík, kannski meira í ætt við ljóð en beinan söguþráð,“ segir Rúnar sem er bæði leikari í Endastöð-upphaf og leikstjóri. Vísir/Snorri Gunnarsson Í sýningunni er mikið að gerast og margt sem kemur á óvart. Þar er brugðið á leik og boðið til uppskeruhátíðar og veislu,“ segir Rúnar Guðbrandsson, leikari og leikstjóri, um sýninguna Endastöð-upphaf sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld, 16. mars, klukkan 20.30. Rúnar segir um frumsköpun að ræða sem hafi verið í gerjun á þessu 25 ára afmælisári sviðslistahópsins Loka. Auk hans verði þau Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Kristjánsson á sviðinu. Verkið fjallar um upphafið, ástina og dauðann að sögn Rúnars. „En það er svolítið skrítið í laginu því ekki er um hefðbundið leikrit að ræða heldur vinnustofuferli. Í kvöld er fólki leyft að sjá hvernig verkefnið stendur núna,“ tekur hann fram.“ Rúnar segir þá æskuvinina hann og Árna Pétur Guðjónsson aðallega hafa látið boltann rúlla. „Leikur okkar hefur borist víða, við vorum meðal annars með uppákomur á Tenerife, bæði á víðavangi og á myndböndum,“ upplýsir hann. „Litið er til fortíðar því að hluta til fjöllum við um okkar samskipti og samstarf gegnum tíðina en setjum hlutina í vítt samhengi, notum senur úr heimsbókmenntunum og blöndu af tónlist og dansi. Heimurinn sem við sköpum er bæði himnaríki og helvíti,“ segir Rúnar og ítrekar að margs konar listform komi við sögu, hreyfilist, myndlist, orðlist, hljóðverk og leiklist. „Sýningunni lýkur ekki, hún kemur til með að þróast áfram og lifa áfram í ýmsum myndum, jafnvel í myndlistargalleríum, kvikmyndahúsum og víðar. Þar er verið að kveðja ýmislegt og segja skilið við margt til þess að halda áfram,“ útskýrir hann. Leiksýningin er samt ansi mögnuð, að sögn leikstjórans. „Við bregðum okkur í allra kvikinda líki, það eru sóttir textar víða að og sketsar úr leikverkum, til þess þó að segja ákveðna sögu,“ segir Rúnar og heldur áfram: „Frásögnin er lík ljóði því hún er opin til túlkunar. Þetta er mósaíkverk, mikið ferðalag og margs konar stemning. Við spennum bogann svolítið hátt og leyfum okkur að láta illa því alltaf er gaman í Ólátagarði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017 Menning Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Í sýningunni er mikið að gerast og margt sem kemur á óvart. Þar er brugðið á leik og boðið til uppskeruhátíðar og veislu,“ segir Rúnar Guðbrandsson, leikari og leikstjóri, um sýninguna Endastöð-upphaf sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói í kvöld, 16. mars, klukkan 20.30. Rúnar segir um frumsköpun að ræða sem hafi verið í gerjun á þessu 25 ára afmælisári sviðslistahópsins Loka. Auk hans verði þau Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Kristjánsson á sviðinu. Verkið fjallar um upphafið, ástina og dauðann að sögn Rúnars. „En það er svolítið skrítið í laginu því ekki er um hefðbundið leikrit að ræða heldur vinnustofuferli. Í kvöld er fólki leyft að sjá hvernig verkefnið stendur núna,“ tekur hann fram.“ Rúnar segir þá æskuvinina hann og Árna Pétur Guðjónsson aðallega hafa látið boltann rúlla. „Leikur okkar hefur borist víða, við vorum meðal annars með uppákomur á Tenerife, bæði á víðavangi og á myndböndum,“ upplýsir hann. „Litið er til fortíðar því að hluta til fjöllum við um okkar samskipti og samstarf gegnum tíðina en setjum hlutina í vítt samhengi, notum senur úr heimsbókmenntunum og blöndu af tónlist og dansi. Heimurinn sem við sköpum er bæði himnaríki og helvíti,“ segir Rúnar og ítrekar að margs konar listform komi við sögu, hreyfilist, myndlist, orðlist, hljóðverk og leiklist. „Sýningunni lýkur ekki, hún kemur til með að þróast áfram og lifa áfram í ýmsum myndum, jafnvel í myndlistargalleríum, kvikmyndahúsum og víðar. Þar er verið að kveðja ýmislegt og segja skilið við margt til þess að halda áfram,“ útskýrir hann. Leiksýningin er samt ansi mögnuð, að sögn leikstjórans. „Við bregðum okkur í allra kvikinda líki, það eru sóttir textar víða að og sketsar úr leikverkum, til þess þó að segja ákveðna sögu,“ segir Rúnar og heldur áfram: „Frásögnin er lík ljóði því hún er opin til túlkunar. Þetta er mósaíkverk, mikið ferðalag og margs konar stemning. Við spennum bogann svolítið hátt og leyfum okkur að láta illa því alltaf er gaman í Ólátagarði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017
Menning Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira