Steingrímur lagði Hæstarétt: „Sigur fyrir vandaða blaðamennsku“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. mars 2017 10:14 Ægir Geirdal og Steingrímur Sævarr Ólafsson. Vísir Mannréttindadómstóll Evrópu segir að Hæstiréttur Íslands hafi brotið á tjáningarfrelsi Steingríms Sævars Ólafsonar þegar hann var dæmdur fyrir ærumeiðingar í starfi sem ritstjóri vefmiðilsins Pressunnar. Þetta var niðurstaða dómsins sem kveðinn var upp í gær. Þann 21. febrúar 2013 dæmdi Hæstiréttur Íslands Steingrím Sævarr Ólafsson, fyrrverandi ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Ægir Geirdal stefndi Steingrími fyrir meiðyrði en tapaði í héraði. Hann krafðist þess að ummæli, þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot, yrðu dæmd dauð og ómerk. Ummælin á vefmiðlinum birtust frá því í nóvember árið 2010 þar til í maí 2011. Tvær systur stigu fram í kjölfar þess að Ægir bauð sig fram til setu á stjórnlagaþingi og sökuðu hann um að hafa misnotað sig þegar þær voru börn.Ásakanirnar ekki settar fram af Steingrími Ægir hafnaði þessum ásökunum og hótaði bæði þeim og Pressunni lögsókn. Ekkert hefur þó orðið af málshöfðun á hendur systrunum. Ummælin sem voru dæmd ómerk voru þrjár fyrirsagnir sem birtust á vefsíðunni. Ægir krafði Steingrím Sævar um eina milljón króna í miskabætur og 200 þúsund krónur að auki til að kosta birtingu dómsins. Steingrímur þurfti aftur á móti að greiða Ægi 400 þúsund krónur í miskabætur og 200 þúsund til að kosta birtingu dómsins. Steingrímur fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og var niðurstaða dómsins opinberuð í dag. Var það einróma niðurstaða dómsins að dómur Hæstaréttar bryti á tjáningarfrelsi Steingríms samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Í dómi mannréttindadómstólsins segir að lög um ærumeiðingar hafi ekki átt við í máli Ægis. Hann hafi verið í framboði til opinbers embættis og hafi mátt búast við því að vera undir smásjá fjölmiðla og almennings. „Greinarnar um hann voru birtar í góðri trú, samkvæmt siðareglum blaðamanna, og stuðluðu að opinberri umræðu. Þó að ásakanirnar sjálfar hafi verið ærumeiðandi voru þær ekki settar fram af herra Ólafsson heldur af öðrum aðilum,“ segir í dómnum. „Í þessu tilviki gætti Hæstiréttur ekki meðalhófs á milli þess að hefta tjáningarfrelsi herra Ólafsson og að vernda orðspor annarra.“Sigur fyrir vandaða blaðamennsku Steingrímur fær engar skaðabætur í málinu, enda fór hann ekki fram á neitt slíkt. „Við erum náttúrulega ánægðir með þessa niðurstöðu, hún er í samræmi við það sem við lögðum upp með. Ég held líka að þessi dómur sé sigur fyrir vandaða blaðamennsku. Það kemur mjög skýrt fram í dómnum að Steingrímur og blaðamennirnir gerðu allt sem hægt var að ætlast til,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður Steingríms, í samtali við Vísi. „Það var þarna umfjöllunarefni sem átti erindi við almenning og varðaði opinbera persónu. Þeir í raun og veru fylgdu öllum kröfum sem hægt er að gera til fjölmiðlamanna. Þeir könnuðu áreiðanleika og trúverðugleika umfjöllunarefnisins og þeir pössuðu sig að öll sjónarmið kæmust að. Þannig er ekki hægt að refsa mönnum fyrir að segja fréttir. Það sem þeir voru að fjalla umv ar eitthvað sem aðrir voru að halda fram. Þeir voru í raun og veru bara að segja frá ásökunum sem voru komnar fram opinberlega og þeir gættu sín alltaf á því að líka setja fram sjónarmið allra aðila. Þeir í raun og veru fylgdu bara bókinni í vandaðri fjölmiðlun.“ Tengdar fréttir Steingrímur Sævarr sýknaður í meiðyrðamáli Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri vefmiðilsins Pressunnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af ásökun um meiðyrði í garð Ægis Geirdal listamanns. Ægir fór fram á eina milljón í miskabætur frá ritstjóranum en dómarinn ákvað að hann skyldi í staðinn greiða Steingrími 180 þúsund krónur í málskostnað. 22. febrúar 2012 12:01 Ægir sigrar í Hæstarétti - Steingrímur Sævarr dæmdur fyrir meiðyrði Hæstiréttur Íslands snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi Steingrím Sævarr Ólafsson, þáverandi ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Ægir tapaði í héraði en hann krafðist þess að ummæli, þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot, yrðu dæmd dauð og ómerk. 21. febrúar 2013 16:21 Ægir Geirdal stefnir ritstjóra Ægir Geirdal listamaður hefur stefnt Steingrími Sævari Ólafssyni, ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Hann krefst ómerkingar á sex ummælum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot. 15. október 2011 04:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu segir að Hæstiréttur Íslands hafi brotið á tjáningarfrelsi Steingríms Sævars Ólafsonar þegar hann var dæmdur fyrir ærumeiðingar í starfi sem ritstjóri vefmiðilsins Pressunnar. Þetta var niðurstaða dómsins sem kveðinn var upp í gær. Þann 21. febrúar 2013 dæmdi Hæstiréttur Íslands Steingrím Sævarr Ólafsson, fyrrverandi ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Ægir Geirdal stefndi Steingrími fyrir meiðyrði en tapaði í héraði. Hann krafðist þess að ummæli, þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot, yrðu dæmd dauð og ómerk. Ummælin á vefmiðlinum birtust frá því í nóvember árið 2010 þar til í maí 2011. Tvær systur stigu fram í kjölfar þess að Ægir bauð sig fram til setu á stjórnlagaþingi og sökuðu hann um að hafa misnotað sig þegar þær voru börn.Ásakanirnar ekki settar fram af Steingrími Ægir hafnaði þessum ásökunum og hótaði bæði þeim og Pressunni lögsókn. Ekkert hefur þó orðið af málshöfðun á hendur systrunum. Ummælin sem voru dæmd ómerk voru þrjár fyrirsagnir sem birtust á vefsíðunni. Ægir krafði Steingrím Sævar um eina milljón króna í miskabætur og 200 þúsund krónur að auki til að kosta birtingu dómsins. Steingrímur þurfti aftur á móti að greiða Ægi 400 þúsund krónur í miskabætur og 200 þúsund til að kosta birtingu dómsins. Steingrímur fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og var niðurstaða dómsins opinberuð í dag. Var það einróma niðurstaða dómsins að dómur Hæstaréttar bryti á tjáningarfrelsi Steingríms samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu. Í dómi mannréttindadómstólsins segir að lög um ærumeiðingar hafi ekki átt við í máli Ægis. Hann hafi verið í framboði til opinbers embættis og hafi mátt búast við því að vera undir smásjá fjölmiðla og almennings. „Greinarnar um hann voru birtar í góðri trú, samkvæmt siðareglum blaðamanna, og stuðluðu að opinberri umræðu. Þó að ásakanirnar sjálfar hafi verið ærumeiðandi voru þær ekki settar fram af herra Ólafsson heldur af öðrum aðilum,“ segir í dómnum. „Í þessu tilviki gætti Hæstiréttur ekki meðalhófs á milli þess að hefta tjáningarfrelsi herra Ólafsson og að vernda orðspor annarra.“Sigur fyrir vandaða blaðamennsku Steingrímur fær engar skaðabætur í málinu, enda fór hann ekki fram á neitt slíkt. „Við erum náttúrulega ánægðir með þessa niðurstöðu, hún er í samræmi við það sem við lögðum upp með. Ég held líka að þessi dómur sé sigur fyrir vandaða blaðamennsku. Það kemur mjög skýrt fram í dómnum að Steingrímur og blaðamennirnir gerðu allt sem hægt var að ætlast til,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, lögmaður Steingríms, í samtali við Vísi. „Það var þarna umfjöllunarefni sem átti erindi við almenning og varðaði opinbera persónu. Þeir í raun og veru fylgdu öllum kröfum sem hægt er að gera til fjölmiðlamanna. Þeir könnuðu áreiðanleika og trúverðugleika umfjöllunarefnisins og þeir pössuðu sig að öll sjónarmið kæmust að. Þannig er ekki hægt að refsa mönnum fyrir að segja fréttir. Það sem þeir voru að fjalla umv ar eitthvað sem aðrir voru að halda fram. Þeir voru í raun og veru bara að segja frá ásökunum sem voru komnar fram opinberlega og þeir gættu sín alltaf á því að líka setja fram sjónarmið allra aðila. Þeir í raun og veru fylgdu bara bókinni í vandaðri fjölmiðlun.“
Tengdar fréttir Steingrímur Sævarr sýknaður í meiðyrðamáli Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri vefmiðilsins Pressunnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af ásökun um meiðyrði í garð Ægis Geirdal listamanns. Ægir fór fram á eina milljón í miskabætur frá ritstjóranum en dómarinn ákvað að hann skyldi í staðinn greiða Steingrími 180 þúsund krónur í málskostnað. 22. febrúar 2012 12:01 Ægir sigrar í Hæstarétti - Steingrímur Sævarr dæmdur fyrir meiðyrði Hæstiréttur Íslands snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi Steingrím Sævarr Ólafsson, þáverandi ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Ægir tapaði í héraði en hann krafðist þess að ummæli, þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot, yrðu dæmd dauð og ómerk. 21. febrúar 2013 16:21 Ægir Geirdal stefnir ritstjóra Ægir Geirdal listamaður hefur stefnt Steingrími Sævari Ólafssyni, ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Hann krefst ómerkingar á sex ummælum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot. 15. október 2011 04:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Steingrímur Sævarr sýknaður í meiðyrðamáli Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri vefmiðilsins Pressunnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af ásökun um meiðyrði í garð Ægis Geirdal listamanns. Ægir fór fram á eina milljón í miskabætur frá ritstjóranum en dómarinn ákvað að hann skyldi í staðinn greiða Steingrími 180 þúsund krónur í málskostnað. 22. febrúar 2012 12:01
Ægir sigrar í Hæstarétti - Steingrímur Sævarr dæmdur fyrir meiðyrði Hæstiréttur Íslands snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi Steingrím Sævarr Ólafsson, þáverandi ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Ægir tapaði í héraði en hann krafðist þess að ummæli, þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot, yrðu dæmd dauð og ómerk. 21. febrúar 2013 16:21
Ægir Geirdal stefnir ritstjóra Ægir Geirdal listamaður hefur stefnt Steingrími Sævari Ólafssyni, ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Hann krefst ómerkingar á sex ummælum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot. 15. október 2011 04:45