Innlent

Ægir Geirdal stefnir ritstjóra

Ægir Geirdal
Ægir Geirdal
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Ægir Geirdal listamaður hefur stefnt Steingrími Sævari Ólafssyni, ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Hann krefst ómerkingar á sex ummælum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot.

Ummælin sem um ræðir birtust frá því í nóvember í fyrra þar til í maí. Tvær systur stigu fram í kjölfar þess að Ægir bauð sig fram til setu á stjórnlagaþingi og sökuðu hann um að hafa misnotað sig þegar þær voru börn. Hann hafnaði ásökununum og hótaði bæði þeim og miðlinum lögsókn. Ekkert hefur þó orðið af málshöfðun á hendur systrunum.

Ægir krefur Steingrím Sævar um eina milljón króna í miskabætur og 200 þúsund krónur að auki til að kosta birtingu dómsins. Steingrímur hefur hafnað sök.

- sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×