Ögruðu gleiðu körlunum í lestunum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 22:26 Sóley Tómasdóttir var í London með móður sinni á dögunum og gerðu þær smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfinu. vísir/anton brink Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira