Ögruðu gleiðu körlunum í lestunum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 22:26 Sóley Tómasdóttir var í London með móður sinni á dögunum og gerðu þær smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfinu. vísir/anton brink Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira