Ögruðu gleiðu körlunum í lestunum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 22:26 Sóley Tómasdóttir var í London með móður sinni á dögunum og gerðu þær smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfinu. vísir/anton brink Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Mæðgurnar Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, gerðu smá tilraun í neðanjarðarlestarkerfi London þegar þær voru í borginni á dögunum. Settust þær á milli karla í lestunum sem höfðu tekið sér mikið pláss með því að sitja gleiðir í sætunum en mæðgurnar léku sér að því að troða sér í sætin á milli þeirra, eins og Guðrún orðar það á Facebook-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af Sóleyju sem hefur sjálf sest gleið á milli tveggja karla. Í færslunni útskýrir Guðrún lauslega hugtakið „manspreading“ þar sem þeim mæðgur hafi rætt hversu algengt það er. „Manspreading“ er það þegar karlar sitja gleiðir í almenningssamgöngum og taka svo mikið pláss að þeir fara eiginlega yfir á næstu sæti. Guðrún segir að kvennabaráttan sé margslungin og að hana þurfi „að að heyja gagnvart valdhöfum og fjölmiðlum og á vinnustaðnum, í fjölskyldunni og bara alls staðar. Það eru ekki síst hin svokölluðu smáatriði sem þarf líka að hreyfa við. Best er að hafa svolítið gaman af henni. Ég held að ef við ákveðum allar að vera duglegri að brjóta hinar óskrifuðu reglur um hegðun kvenna og haga okkur eins og okkur passar, þá muni mál þokast.“ Tilraun þeirra mæðgna í London vakti viðbrögð að því er fram kemur í færslu Guðrúnar: „Við Sóley Tómasdóttir vorum að leika okkur í London um helgina. Þvældumst ma heilmikið um í neðanjarðarlestakerfinu. Sæti voru færri en fólkið og við ræddum það hversu algeng "menspreading" væri. Með því er átt við karla sem sitja svo gleiðir og taka svo mikið pláss að þeir tryggja að fólk setjist ekki við hliðina á þeim. Líka þó það vanti augljóslega sæti. Í staðinn fyrir að ergja okkur, lékum við okkur að því að troða okkur í sætin við hliðina á menspreadurunum brosa bara fallega og taka okkur ríkulegt pláss. Helst snerta á þeim lærin. Viðbrögðin á meðal karlanna voru athyglisverð. Þetta kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu og ögraði þeim svo að ég óttaðist að einn þeirra myndi ráðast á okkur. Skora á okkur að taka eina svona létta æfingu á dag. Það hressir, bætir og kætir.“ Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Guðrúnar.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira