Þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 14:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25
Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30
Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17