Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2017 08:30 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til Airbnb vísir/anton brink Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Fjölgun íbúða í heilsársútleigu á Airbnb hefur verið talsvert umfram fjölgun nýrra íbúða í Reykjavík á tímabilinu 2015 til 2016. Hefur þessi fjölgun íbúða í heilsársútleigu átt stóran þátt í því að íbúðaverð hefur hækkað. Að meðaltali voru um 300 íbúðir í útleigu öllum stundum á Airbnb árið 2015 en rúmlega 800 í fyrra. Til samanburðar voru byggðar 399 íbúðir í Reykjavík árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna. Í skýrslunni segir að þess megi geta að í ágúst á árinu 2016 hafi fjöldi íbúða á Airbnb náð 1.225. Það sé 131 prósents fjölgun frá því í ágúst 2015 þegar fjöldinn var 531.Heildartekjur vegna Airbnb-gistirýma í Reykjavík árið 2016 voru einnig talsvert meiri en árinu áður. Í fyrra námu heildartekjur um 6,76 milljörðum króna samanborið við 2,51 milljarð árið 2015. Það má meðal annars rekja til fjölgunar gistirýma til leigu, þau hafi verið leigð út oftar og í lengri tíma í senn. Þá hafi komið til nokkur verðhækkun. Ingólfur Bender, ábyrgðarmaður skýrslunnar og einn höfunda hennar, segir Airbnb hafa skapað þörf fyrir íbúðir, sérstaklega á þeim svæðum sem ferðamenn vilja helst gista. „Að okkar mati skapaði Airbnb eitt og sér um þriðjung af þörf fyrir nýjar íbúðir á síðasta ári,“ segir Ingólfur. Þá hafi verið skortur á íbúðum síðustu ár. Eftirspurnin hafi verið meiri en framboð og það ýti verði upp. „Þetta eru beinustu áhrifin af þessu. Önnur áhrif eru þau að þetta er til þess fallið að auka tekjur almennings,“ segir Ingólfur og bætir því við að það auki kaupmátt og lyfti þannig undir eftirspurnina í hagkerfinu. Hann segir íbúðaverð líklegt til að hækka áfram. Ný hótelrými sem verði byggð á þessu ári mæti aðeins um þriðjungi af þörf. „Stór hluti af gistináttaþörf þeirrar fjölgunar sem við sjáum fyrir okkur af ferðamönnum þarf að mæta með annars konar gistingu.“ Þar liggi beinast við að deilihagkerfið og Airbnb verði stærst. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira