Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. mars 2017 15:30 „Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira