Jaðarhópar á Íslandi sameinist Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2017 21:00 Samtökin ´78, Trans Ísland og feminíska fötlunarhreyfingin Tabú standa fyrir ráðstefnu og grasrótarhátíð í dag og á morgun undir yfirskriftinni Truflandi tilvist. Einn skipuleggjandi ráðstefnunnar segir kominn tíma til að aktivistar í jaðarhópum taki höndum saman. „Við erum á pínulitlu landi og allir sem eru að tala hér í dag tilheyra jaðarsettum hópum. Það er svo mikilvægt að við komum saman, lærum hvert af öðru en séum ekki hvert í sínu horni,“ segir Auður Magndís Auðardóttir en þetta er í fyrsta skipti sem minnihlutahópar koma saman með svo skipulögðum hætti. „Það hefur ekki verið gert mikið af því á Íslandi að feitt fólk sé að tala við transfólk sem er að tala við BDSM fólk sem er að tala við fatlað fólk sem er að tala við hinsegin fólk. Það er einhver fiðringur í loftinu – fólk er spennt fyrir þessu,“ seir Auður.Auður Magndís, er fráfarandi framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og einn skipuleggjanda ráðstefnunnar.Fulltrúi frá hverjum hópi hélt örfyrirlestur á ráðstefnunni til að veita innsýn í líf sitt, hvernig fordómar birtast þeim og hvað sé mikilvægt í réttindabaráttunni. Þar á meðal fulltrúi frá BDSM á Íslandi en það er stutt síðan félagar í BDSM fóru að tjá sig opinberlega um reynslu sína. Margrét Nilsdóttir sagði frá reynslu sinni sem undirgefin BDSM og feministi og hvernig það getur stangast á að tilheyra tveimur jaðarhópum. En hún segist fagna því að hafa fengið boð um að taka þátt í ráðstefnunni. „Bara það að fá að skilgreina sig, að hitta aðra sem skilgreina sig á svipaðan hátt og fá að vita að maður stendur ekki einn, að maður standi með öðrum og aðrir hópar séu tilbúnir að viðurkenna tilvist manns er mjög valdeflandi og hjálpar vonandi öðrum í framtíðinni,“ segir Margrét. ] Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Samtökin ´78, Trans Ísland og feminíska fötlunarhreyfingin Tabú standa fyrir ráðstefnu og grasrótarhátíð í dag og á morgun undir yfirskriftinni Truflandi tilvist. Einn skipuleggjandi ráðstefnunnar segir kominn tíma til að aktivistar í jaðarhópum taki höndum saman. „Við erum á pínulitlu landi og allir sem eru að tala hér í dag tilheyra jaðarsettum hópum. Það er svo mikilvægt að við komum saman, lærum hvert af öðru en séum ekki hvert í sínu horni,“ segir Auður Magndís Auðardóttir en þetta er í fyrsta skipti sem minnihlutahópar koma saman með svo skipulögðum hætti. „Það hefur ekki verið gert mikið af því á Íslandi að feitt fólk sé að tala við transfólk sem er að tala við BDSM fólk sem er að tala við fatlað fólk sem er að tala við hinsegin fólk. Það er einhver fiðringur í loftinu – fólk er spennt fyrir þessu,“ seir Auður.Auður Magndís, er fráfarandi framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og einn skipuleggjanda ráðstefnunnar.Fulltrúi frá hverjum hópi hélt örfyrirlestur á ráðstefnunni til að veita innsýn í líf sitt, hvernig fordómar birtast þeim og hvað sé mikilvægt í réttindabaráttunni. Þar á meðal fulltrúi frá BDSM á Íslandi en það er stutt síðan félagar í BDSM fóru að tjá sig opinberlega um reynslu sína. Margrét Nilsdóttir sagði frá reynslu sinni sem undirgefin BDSM og feministi og hvernig það getur stangast á að tilheyra tveimur jaðarhópum. En hún segist fagna því að hafa fengið boð um að taka þátt í ráðstefnunni. „Bara það að fá að skilgreina sig, að hitta aðra sem skilgreina sig á svipaðan hátt og fá að vita að maður stendur ekki einn, að maður standi með öðrum og aðrir hópar séu tilbúnir að viðurkenna tilvist manns er mjög valdeflandi og hjálpar vonandi öðrum í framtíðinni,“ segir Margrét. ]
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira