Konur með legslímuflakk falinn hópur í þjóðfélaginu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 20:15 Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Endómetríósa eða legslímuflakk er sjúkdómur sem konur bera ekki utan á sér en greiningum hjá Landspítalanum hefur fjölgað á undanförnum árum. Sérfræðingur í kvensjúkdómum segir verkjalyf ekki lausnina þegar sjúkdómurinn með meðhöndlaður. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af frumum úr innra lagi legsins og finnst á öðrum stöðum í kviðarholinu. Undir venjulegum kringumstæðum ættu þessar frumur að fara úr líkamanum við blæðingar en þær frumur sem finnast utan legsins setjast undir yfirborðsþekju á líffærum og mynda þar legslímuflakk sem veldur bólgum og blöðrumyndun. Hluti einkenna kvenna með legslímuflakk eru meðal annast; mikill sársauki fyrir eða við blæðingar, sársauki við egglos, verkir við samfarir og þvaglát. Uppblásinn magi, ófrjósemi og síþeyta. Sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítalans segir að tilfellum kvenna með legslímuflakk sé að fjölg. „Það er stór hluti af endómetríósu-sjúklingum sem við erum að greina vegna aukinnar aðgerðartækni. Við sjáum betur og þekkjum betur sjúkdóminn,“ segir Anna Smith, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Erfðafræði getur haft áhrif á það hvort kona sé með legslímuflakk en hluti þeirra sem greinast þarf ekki að finna fyrir einkennum. „Það er aftur á móti hinar þessi fáa prósenta sem verður virkilega slæm sem við viljum alls ekki missa af,“ segir Auður. Auður segir að gott sé að langt líði á milli blæðinga hjá konum sem hafa einkenni legslímuflakks. „Aðal málið er að greina þær og ná þeim út úr hópnum sem hafa til dæmis ættarsögu. Eru með miklar blæðingar eða mikla túrverki sem er að trufla þeirra lífsgæði. Það dugar ekki að taka panodíl eða íbúfen. Auður segir að heppilegasta aðferðin sé inntaka getnaðarvarnapillunnar en fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum þá þurfa þær að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst og halda honum niðri fram að barneignum sem þarf að skipuleggja vel. „Það er að segja, konur með endómetríósu eru á blæðingastoppandi meðferð þar til þær eru tilbúnar og reyna þá, því það er talsverður hópur kvenna með endómetríósu sem þurfa aðstoð við þungun,“ segir Auður. Auður segir þær konur sem takist á við legslímuflakk sé falinn hópur í þjóðfélaginu en fjórða mars síðast liðinn hófst vika endómetríósu á Íslandi. Á miðvikudag verður haldið málþing á Landspítalanum um sjúkdóminn þar sem meðal annars sérfræðingar koma fram og ræða lífsgæði með meðferðarúrræði við legslímuflakki
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira