Ekki ráðist í framkvæmdir á brautinni fyrr en 2019 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2017 19:42 Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.” Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ekki verður farið í framkvæmdir fyrr en árið 2019 á einbreiðum kafla á Reykjanesbraut, þar sem tvö alvarleg umferðarslys hafa orðið á innan við tveimur vikum. Annað slysanna var banaslys. Reykjanesbraut er orðin umferðarþyngsti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis en umferð um veginn hefur aukist langt umfram það sem spáð var. Frá áramótum hafa orðið að minnsta kosti fjögur alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, þar af þrjú banaslys. Fjórða slysið varð rétt fyrir klukkan hálf níu í gærkvöldi þegar tveir bílar út gagnstæðum áttum rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Brunnhóla. Tveir voru í voru í hvorum bíl og slösuðust að minnsta kosti þrír þeirra alvarlega en þeir voru fluttir með meðvitund á slysadeild Landspítalans. Í greiningu frá Vegagerðinni hefur umferð um Reykjanesbraut aukist að jafnaði um 6,8 prósent frá árinu 2010 en á síðasta ári varð vegurinn umferðarmesti þjóðvegur landsins utan þéttbýlis. Á milli áranna 2015 og 2016 jókst umferðin veginn um 21 prósent. Með öðrum orðum jókst umferð að jafnaði um þrjú þúsund ökutæki á sólarhring allt síðasta ár sem útaf fyrir sig mundi teljast mikil umferð á þjóðvegum ein og sér. Gera má ráð fyrir því að umferð aukist um 13 prósent á þessu ári, miðað við þá umferð sem farið hefur um veginn frá áramótum. Vegamálastjóri segir að nú þegar sé unnið að úttekt á Grindavíkurvegi þar sem ástæður slysa þar skoðað aftur í tímann og hvaða kaflar á veginum eru hættulegri en aðrir. „Það er eitt af því sem alltaf er til skoðunar, hvort það er tilefni til þess. Það er töluvert dýrt. Það er ekki hægt að gera þetta með einföldum hætti, en þetta eru aðgerðir sem við munum skoða, á báðum þessum stöðum, á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut,” segir Hreinn Haraldsson, forstjóri Vegagerðarinnar. „Við höfum í annarri úttekt gert sérstaka skoðun á hálkumyndun á svæðinu og reyna að bera það saman við slysakaflana; er hálkan einhver sérstök skýring á þessum alvarlegu slysun sem þarna hafa orðið og í þriðja lagi höfum við skoðað svo kostnað við ýmsar aðgerðir.” Fyrsti áfangi á tvöföldun Reykjanesbrautar, Hafnarfjarðar megin er hafinn með útboði á mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg „Þær framkvæmdir eiga að hefjast á næstu tveimur mánuðum. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana,” segir Hreinn, en því verki á að vera lokið í haust. „Framhaldið bæði suður fyrir straum og áfram í gegnum Hafnarfjörð verður síðan að ráðast af fjárveitingum. Samkvæmt núverandi samgönguáætlun til langs tíma, eða tólf ára áætlun, þá á sú tvöföldun að hefjast árið 2019.”
Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07