Ljósmóðir sem slasaðist við nestiskaup fær bætur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 19:47 Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu. Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða starfsmanni Landspítalans, ljósmóður, rúmar tvær milljónir króna vegna slyss sem konan varð fyrir á leið til vinnu árið 2014. Konan hafði stöðvað í Hagkaup í Garðabæ til þess að kaupa sér nesti fyrir vaktina, þar sem mötuneyti spítalans er lokað á nóttunni, en varð fyrir bíl á bílaplaninu. Konan fór í vinnuna eftir slysið en leitaði síðar um kvöldið á slysadeild. Þar kom í ljós að hún var brotin utanvert á sköflungshnúa í vinstra hné og þurfti í kjölfarið að undirgangast aðgerð. Konan undirgekkst síðar örorkumat og voru henni metin tíu miskastig. Ágreiningsefni málsins snerust um það að konan taldi sig hafa átt að fá bætur vegna slyss í starfi þar sem hún hafi verið á beinni og eðlilegri leið til vinnu. Konan fékk greiddar rúmlega 770 þúsund krónur í bætur eftir slysið, en hún hafði farið fram á tvær milljónir króna. Í fyrri bótakröfu var ekki tekið fram að konan hefði verið á leið til vinnu þegar hún slasaðist, en konan sagðist ekki hafa talið það skipta málið. Verjandi ríkisins sagði konuna hafa móttekið bótagreiðsluna án athugasemda og þannig hafi hún fyrirgert rétti sínum til frekari bóta. Á þetta féllst dómurinn hins vegar ekki. Þá sagði dómurinn að konan hefði verið á eðlilegri ferðaleið frá heimili til vinnustaðar og að það verði að teljast eðlilegur þáttur í ferðalagi hennar á þessum tíma að nesta sig á leiðinni.Íslenska ríkinu var í síðasta mánuði gert að greiða starfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna bílslyss sem starfsmaðurinn lenti í á leið sinni til vinnu.
Tengdar fréttir Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Áfyllingin kom ekki í veg fyrir bætur Hæstiréttur hefur staðfest Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að greiða skuli greiða heilbrigðisstarfsmanni á Landspítalanum tæplega 3,6 milljónir króna í bætur vegna miska og örorku sem konan varð fyrir á leið sinni heim úr vinnu í október 2012. 23. febrúar 2017 17:31