Geðlæknirinn á Litla-Hrauni hætti því ekki var hægt að veita lágmarksþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2017 20:26 Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00