Mjög sárt þegar allir fluttu burt úr Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2017 20:45 Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15
Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00
Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45