Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2016 13:00 Aldarþriðjungur er frá því fyrst var borað eftir olíu á Íslandi en það var í Flatey á Skjálfanda. Þá var Dallas vinsælasta sjónvarpsefnið og Flateyingar fengu auðvitað viðurnefnið „Ewingarnir". Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af holunni og rætt við Stefán Guðmundsson á Húsavík, afkomanda Flateyinga, en fjölskylda hans á hús í eynni. Leyfi sem olíufélagið Shell fékk árið 1971 til rannsókna á hafsbotninum má telja upphaf olíuleitar við Ísland en fyrsta borunin var hins vegar á vegum íslenskra stjórnvalda, rétt við vitann á hæsta hluta Flateyjar, en setlög Skjálfandaflóa þóttu þá vænleg.Frá Flatey á Skjálfanda. Enn má sjá holuna við vitann.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem fól Orkustofnun árið 1982 að bora í Flatey en tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Nánar má fræðast um málið í þessu þingskjali. „Eyjarskeggjar voru náttúrlega mátulega ánægðir með þessa fyrirætlun og sáu það ekki fyrir sér að þessi paradís gæti orðið borpallur fyrir olíu. En þessu var nú ekki haldið til streitu mjög lengi. Menn fóru hérna niður á 534 metra, held ég. Þá brotnaði krónan og þá hættu menn,“ segir Stefán. Til að ganga úr skugga um tilvist olíu eða gass í setlögunum var talið að bora þyrfti niður fyrir tvöþúsund metra dýpi, að því er fram kom í þingræðu Hjörleifs. En er hugsanlegt, ef borað yrði dýpra, að þá kæmi olíugos upp? „Já, það er alveg hugsanlegt. En við viljum það ekki. Það er hægt að finna hana annarsstaðar.“ Þótt ekkert yrði af frekari borun gátu Þingeyingar þó gert grín að öllu saman. „Jú, það vildi svo skemmtilega til að Dallas var sýnt í sjónvarpi landsmanna á þessum tíma. Þá voru gárungarnir með það, kölluðu Flateyinga gjarnan Ewingana á þessum tíma. Það þótti góður húmor.“Séð yfir Flatey á Skjálfanda úr vitanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Borað við vitann í Flatey árið 1982.Mynd/Orkustofnun. Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26 Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00 Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Aldarþriðjungur er frá því fyrst var borað eftir olíu á Íslandi en það var í Flatey á Skjálfanda. Þá var Dallas vinsælasta sjónvarpsefnið og Flateyingar fengu auðvitað viðurnefnið „Ewingarnir". Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af holunni og rætt við Stefán Guðmundsson á Húsavík, afkomanda Flateyinga, en fjölskylda hans á hús í eynni. Leyfi sem olíufélagið Shell fékk árið 1971 til rannsókna á hafsbotninum má telja upphaf olíuleitar við Ísland en fyrsta borunin var hins vegar á vegum íslenskra stjórnvalda, rétt við vitann á hæsta hluta Flateyjar, en setlög Skjálfandaflóa þóttu þá vænleg.Frá Flatey á Skjálfanda. Enn má sjá holuna við vitann.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það var Hjörleifur Guttormsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sem fól Orkustofnun árið 1982 að bora í Flatey en tveimur árum áður hafði Hjörleifur skipað ráðgjafanefnd til að undirbúa olíuleit við Ísland. Nánar má fræðast um málið í þessu þingskjali. „Eyjarskeggjar voru náttúrlega mátulega ánægðir með þessa fyrirætlun og sáu það ekki fyrir sér að þessi paradís gæti orðið borpallur fyrir olíu. En þessu var nú ekki haldið til streitu mjög lengi. Menn fóru hérna niður á 534 metra, held ég. Þá brotnaði krónan og þá hættu menn,“ segir Stefán. Til að ganga úr skugga um tilvist olíu eða gass í setlögunum var talið að bora þyrfti niður fyrir tvöþúsund metra dýpi, að því er fram kom í þingræðu Hjörleifs. En er hugsanlegt, ef borað yrði dýpra, að þá kæmi olíugos upp? „Já, það er alveg hugsanlegt. En við viljum það ekki. Það er hægt að finna hana annarsstaðar.“ Þótt ekkert yrði af frekari borun gátu Þingeyingar þó gert grín að öllu saman. „Jú, það vildi svo skemmtilega til að Dallas var sýnt í sjónvarpi landsmanna á þessum tíma. Þá voru gárungarnir með það, kölluðu Flateyinga gjarnan Ewingana á þessum tíma. Það þótti góður húmor.“Séð yfir Flatey á Skjálfanda úr vitanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Borað við vitann í Flatey árið 1982.Mynd/Orkustofnun.
Tengdar fréttir Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37 Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26 Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00 Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. 14. október 2013 20:37
Olíudraumurinn úti á Skjálfanda Draumurinn um olíulindir á Skjálfandaflóa er úti. Engin merki fundust um olíu né jarðgas í borkjarnasýnum sem tekin voru í haust, aðeins metangas. 15. desember 2013 19:26
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08
Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45
Jörð með fyrirheit um olíu til sölu í Öxarfirði "Ég hef aldrei áður haft til sölu jörð þar sem eru fyrirheit um olíuvinnslu,“ segir Magnús Leopoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni sem nú er með til sölu helmingshlut í jörðinni Skógum III í Öxarfirði. Hugsanlegt er sagt að olía finnist þar í jörðu. 26. júlí 2013 08:00
Merki um olíu eða gas verði könnuð á botni Skjálfanda Tveir sérfræðingar leggja til í nýrri skýrslu um olíuleit við Norðurland að botn Skjálfandaflóa verði rannsakaður til að meta líkur á því hvort þar leynist olíu- eða gaslindir. 27. febrúar 2010 19:09