Runólfur sjaldan upplifað verri daga en eftir að sonur hans varð fyrir alvarlegri líkamsárás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 22:01 „Ég hef sjaldan upplifað verri daga og óska engu foreldri þess hlutskiptis að vera í þeim sporum að bíða eftir því að barnið manns komist aftur til lífs eftir áfall sem þetta,“ skrifar Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans við Bifröst, þar sem hann skrifar um hvað þurfi að gera til þess að bæta öryggi gesta í miðborg Reykjavíkur. Tilefnið er fólskuleg og að því er virðist tilefnislaus líkamsárás sem sonur hans, Eyvindur Ágúst, kærasta Eyvindar og vinur þeirra urðu fyrir aðfaranótt sunnudags í Hafnarstræti í Reykjavík. Þremenningarnir voru á heimleið af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópur fólks réðst á þau. Kærasta sonar Runólfs og vinur þeirra sluppu með mar og skrámur að sögn Runólfs en sonur hans var ekki svo heppinn. Hann fékk heilabæðingu.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Vísir/Stefán„Ég ætla ekki að lýsa þeirri angist, þeim ótta og því varnarleysi sem við fjölskyldan upplifðum við sjúkrabeð sonar okkar næstu daga meðan við biðum milli vonar og ótta um hverjar afleiðingar þessa hroðalega verknaðar yrðu,“ skrifar Runólfur.Segir þrjá ráðamenn hafa völdin til þess að efla öryggiSvo virðist sem sonur Runólfs hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjóni eftir árásina og er hann allur að koma til. Telur Runólfur að stórbæta þurfi öryggi í miðborg Reykjavíkur og leggur til þrjár leiðir til þess, ekki sé nóg að benda á tölfræði um að glæpatíðni hafi lækkað. Bendir hann á að lögregla þurfi að stórauka viðvera sína í miðborginni um helgar. Viðveran skapi öryggi. „Nú eru þúsundir drukkinna einstaklinga á ferli um miðborgina um helgar þegar skemmtistaðir loka og lögreglumenn í því mannhafi álíka fágætir og hvítir hrafnar,“ skrifar Runólfur og bendir jafnframt á að bæta þurfi lýsingu í almannarýmum borgarinnar „Reykjavík er rökkvuð borg og ákveðin svæði í miðborginni eru illa lýst. Það sama gildir um mörg önnur almannarými þar sem árásir hafa átt sér stað sem ekki hafa leitt til ákæru,“ skrifar Runólfur. Þá segir hann að myndavélar í upplýstu almannarými séu góð förvörn gegn ofbeldi í miðborginni. Hvetur hann Dag B. Eggertsson borgarstjóra, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur til þess að stuðla að bættu öryggi í miðborg Reykjavíkur. „Við ykkur þrjú vil ég bara segja þetta: Börnin okkar eiga rétt á því að fara um borgina okkar án tillits til þess hvort þau eru drukkin eða ekki, án tillits til þess hvernig þau eru klædd og án tillits til þess hvenær þau eru á ferli.“ Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Ég hef sjaldan upplifað verri daga og óska engu foreldri þess hlutskiptis að vera í þeim sporum að bíða eftir því að barnið manns komist aftur til lífs eftir áfall sem þetta,“ skrifar Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor Háskólans við Bifröst, þar sem hann skrifar um hvað þurfi að gera til þess að bæta öryggi gesta í miðborg Reykjavíkur. Tilefnið er fólskuleg og að því er virðist tilefnislaus líkamsárás sem sonur hans, Eyvindur Ágúst, kærasta Eyvindar og vinur þeirra urðu fyrir aðfaranótt sunnudags í Hafnarstræti í Reykjavík. Þremenningarnir voru á heimleið af skemmtistað um klukkan fjögur að nóttu þegar hópur fólks réðst á þau. Kærasta sonar Runólfs og vinur þeirra sluppu með mar og skrámur að sögn Runólfs en sonur hans var ekki svo heppinn. Hann fékk heilabæðingu.Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri. Vísir/Stefán„Ég ætla ekki að lýsa þeirri angist, þeim ótta og því varnarleysi sem við fjölskyldan upplifðum við sjúkrabeð sonar okkar næstu daga meðan við biðum milli vonar og ótta um hverjar afleiðingar þessa hroðalega verknaðar yrðu,“ skrifar Runólfur.Segir þrjá ráðamenn hafa völdin til þess að efla öryggiSvo virðist sem sonur Runólfs hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjóni eftir árásina og er hann allur að koma til. Telur Runólfur að stórbæta þurfi öryggi í miðborg Reykjavíkur og leggur til þrjár leiðir til þess, ekki sé nóg að benda á tölfræði um að glæpatíðni hafi lækkað. Bendir hann á að lögregla þurfi að stórauka viðvera sína í miðborginni um helgar. Viðveran skapi öryggi. „Nú eru þúsundir drukkinna einstaklinga á ferli um miðborgina um helgar þegar skemmtistaðir loka og lögreglumenn í því mannhafi álíka fágætir og hvítir hrafnar,“ skrifar Runólfur og bendir jafnframt á að bæta þurfi lýsingu í almannarýmum borgarinnar „Reykjavík er rökkvuð borg og ákveðin svæði í miðborginni eru illa lýst. Það sama gildir um mörg önnur almannarými þar sem árásir hafa átt sér stað sem ekki hafa leitt til ákæru,“ skrifar Runólfur. Þá segir hann að myndavélar í upplýstu almannarými séu góð förvörn gegn ofbeldi í miðborginni. Hvetur hann Dag B. Eggertsson borgarstjóra, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur til þess að stuðla að bættu öryggi í miðborg Reykjavíkur. „Við ykkur þrjú vil ég bara segja þetta: Börnin okkar eiga rétt á því að fara um borgina okkar án tillits til þess hvort þau eru drukkin eða ekki, án tillits til þess hvernig þau eru klædd og án tillits til þess hvenær þau eru á ferli.“
Tengdar fréttir Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30 Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær. 24. janúar 2017 15:30
Sigríður Björk vill efla kynferðisbrotadeild og öryggi kvenna "Það er staðreynd að konur upplifa sig ekki öruggar í fjölmörgum aðstæðum. Mál Birnu Brjánsdóttur er hræðileg áminning um þetta og það væri mikil synd ef ein afleiðing þess glæps, sem þar var framinn verði að konur verði hræddari en áður.“ Þetta segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fundar með borgarstjóra á mánudaginn næstkomandi um aukið öryggi í Reykjavík. 28. janúar 2017 11:00